Skip to content

Andri nýr yfirþjálfari handknattleiksdeildar

Andri Sigfússon hefur tekið við sem yfirþjálfari handknattleiksdeildar Gróttu. Hann tekur við af Magnúsi Karli Magnússyni. Andri er uppalinn Gróttumaður, æfði með félaginu frá unga aldri og hóf svo þjálfun árið 2002. Það má með sanni segja að Andri sé einn af reyndustu og öflugustu þjálfurum Gróttu og því mikill fengur að fá hann sem yfirþjálfara. Ásamt því að sinna yfirþjálfarastarfinu og þjálfun nokkurra flokka hjá Gróttu, er Andri þjálfari U-liðs Gróttu og U-16 landsliðs karla. Andri er afar metnaðarfullur og kraftmikill þjálfari og það er mikil tilhlökkun hjá stjórn barna-og unglingaráðs Gróttu fyrir komandi samstarfi.

„Ég hlakka mikið til að hefja störf og halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið í vetur og undanfarin ár. Grótta hefur á að skipa virkilega öflugum hópi þjálfara sem hefur unnið frábært starf með okkar fjölmörgu iðkendum. Vonandi náum við í sameiningu að bæta okkar starf enn þá meira,“ sagði Andri þegar samningar voru í höfn.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar