6.flokkur kvenna yngri og 6.flokkur karla eldri léku sunnudaginn 10.mars í bikarúrslitum í Laugardalshöllinni.
Andstæðingar stelpnanna voru Valur. Fjölmargir áhorfendur gerðu leið sína í Laugardalshöllina til að fylgjast með stelpunum. Eftir mikla baráttu gegn frábæru liði, þá þurftu okkar stelpur að sætta sig við silfrið að þessu sinni. Lokatölur voru 2-7 fyrir Val. Gróttustelpurnar geta þrátt fyrir úrslitin verið hrikalega sáttar enda börðust þær eins og ljón allan leikinn og ekki sjálfgefið að komast alla leið í úrslitaleikinn. Vonandi nýta þær sér þessa reynslu til að halda áfram að bæta sig, þetta er rétt að byrja !
Andstæðingar strákanna voru FH. Strákarnir komu reynslunni ríkari í Laugardalshöllina eftir svekkjandi tap í úrslitaleik fyrir ári síðan. Liðið lék á bikarmóti HSÍ í janúar og núna fór fram úrslitaleikurinn í því móti. Baráttan og leikgleðin skein úr andliti strákanna í dag sem fengu góðan stuðning fjölmargra áhorfenda. Gróttustrákarnir uppskáru sigur, 8-5 eftir frábæran leik.