Skip to content

Þjónustukönnun Gróttu 2023

Þetta er sjötta árið í röð sem íþróttafélagið Grótta gerir þjónustukönnun meðal foreldra og forráðamanna iðkenda sinna.

Framkvæmd og efnistök voru þau sömu og í fyrri könnunum, þó voru spurningar um forritið Sportabler og aðstöðuna fyrir hverja íþróttagrein teknar út. Spurningum um skrifstofuna var bætt við þetta árið til að meta ánægju foreldra með þjónustu hennar og viðhorf til verkaskiptingar innan hennar. Þá voru almennar opnar spurningar hafðar fyrir hverja íþróttagrein þar sem það sýndi sig síðustu ár að fólk vill gjarnan koma ýmis konar ábendingum á framfæri.

Könnunin var gerð dagana 22. maí til 11. júní 2023. Hún var framkvæmd á netinu og var send til allra foreldra/forráðamanna barna 18 ára og yngri sem iðka fimleika, handknattleik og knattspyrnu hjá Gróttu.

Heildarniðurstöður
Almennt má segja að ánægja foreldra og forráðamanna heilt yfir með starfið sem fram fer í Gróttu sé nokkuð há, eins og síðustu ár. Allir yfirþættir hafa hækkað örlítið frá fyrra ári, sem og hvatning þjálfara. Mat á framförum í samræmi við væntingar hefur dalað örlítið.

Niðurstöður þjónustukönnunarinnar fyrir Gróttu í heild og einstaka deildir má sjá með því að smella hér.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print