Skip to content

Ólafur Brim í Gróttu

Ólafur Brim Stefánsson er kominn aftur í Gróttu. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Óli er 22 ára gömul skytta og lék með Gróttu tímabilin 2020-2021 og 2021-2022. Seinna tímabilið með Gróttu skoraði hann 92 mörk og var einn besti leikmaður liðsins. Hann staldraði stutt við í Fram á seinasta tímabili en þar lék hann stórt hlutverk í varnarleik liðsins.

„Það eru frábærar fréttir að Óli sé kominn aftur í Gróttu. Óli er öflugur á báðum endum vallarins. Hann er frábær varnarmaður og mun klárlega hjálpa okkur í þeirri baráttu sem framundan er í Olísdeildinni. Við hlökkum mikið að vinna með honum næstu árin“, sagði Róbert Gunnarsson þjálfari meistaraflokks karla þegar undirritunin var klár.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar