Skip to content

4. flokkur kvenna í 3. sæti á Rey Cup

4. flokkur kvenna tók þátt í Rey Cup sem var haldið í 21. sinn í Laugardalnum í lok júlí og sendi Grótta/KR tvö lið til leiks að þessu sinni. Bæði lið stóðu sig með prýði á mótinu og enduðu bæði liðin í 3. sæti í sínum styrkleikaflokki. Spilað var frá miðvikudegi til sunnudags á vallarsvæði Þróttar. Grótta/KR 1 tapaði naumlega 1-0 fyrir KA á laugardeginum og spilaði því upp á 3. sætið á sunnudeginum. Stelpunum tókst að landa bronsinu með 2-1 sigri á Þór. Grótta/KR 2 spilaði einnig um 3. sætið á sunnudeginum og unnu KF/Dalvík 2-1 og tókst þeim með sigrinum að næla sér í 3. sætið líkt og samherjum sínum. Stelpurnar skemmtu sér vel á mótinu, innan sem utan vallar, og spiluðu fallegan fótbolta. Liðin stóðu sig bæði vel og gaman að uppskera 3. sætið eftir hörkuleiki.
Vel gert stelpur!

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar