Skip to content

Vivaldi styrkir knattspyrnudeild Gróttu áfram

Vivaldi á Íslandi hefur gert nýjan þriggja ára styrktarsamning við knattspyrnudeild Gróttu.
Samkvæmt samningnum mun vörumerkið Vivaldi prýða keppnisbúninga meistaraflokka knattspyrnudeildar Gróttu næstu þrjú árin og völlurinn mun áfram bera nafnið Vivaldivöllurinn. Að auki prýðir vörumerkið keppnisbúninga yngri flokka félagsins.

Samningurinn er lyftistöng fyrir starfið í félaginu og með honum hefur Jón von Tetzchner forsvarsmaður fyrirtækisins enn og aftur sýnt í verki mikilvægan stuðning við uppeldisfélagið sitt.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar