Skip to content

Sumarnámskeið fyrir 4. og 5. fl. kvenna og karla (börn fædd 2006-2009)

Námskeið 1: Styrktarnámskeið undir stjórn Þórs Sigurðssonar 10-19. júní. Verð: 7.500 kr.
Miðvikudag 10. júní, föstudag 12. júní, mánudag 15. júní og föstudaginn 19. júní.

Þór Sigurðsson er íþróttafræðingur frá HR ásamt því að vera með MsC í styrktar- og úthaldsþjálfun frá UCAM háskóla í Murcia á Spáni. Þór er yfirstyrktarþjálfari Gróttu og hefur starfað hjá félaginu síðan 2017. Hann hefur þjálfað karla- og kvennamegin í handbolat og fótbolta við góðan orðstír. Hjá knattspyrnudeildinni þjálfar Þór meistaraflokk karla og kvenna ásamt 2. og 3. fl. karla. Hann rekur einnig Kraftstöðina sem er styrktar- og einkaþjálfunarstöð.

Námskeið 2: Hlaupatækninámskeið undir stjórn Brynjars Gunnarssonar 22.-3. júlí. Verð: 7.500 kr.
Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10:30

Brynjar Gunnarsson er íþróttafræðingur frá HR, spretthlaups þjálfari og yfirþjálfari yngriflokka hjá ÍR. Hann þjálfar meðal annars Íslandsmeistara karla og kvenna í 100m og 200m hlaupum. Einnig þjálfar hann Guðbjörgu Jónu Ólympiumeistara ungmenna í 200m hlaupi. Þess utan er hann styrktar og snerpu þjálfari Afrekssviðs Borgarholtsskóla og hjálpar þar fjölda ungmenna úr allskyns íþróttum að bæta snerpu, styrk og hraða.

Námskeið 3: Knattspyrnuakademía Péturs Rögnvaldssonar 6.-10. júlí. Verð: 10.000 kr.

Pétur Rögnvaldsson hefur verið þjálfari í knattspyrnudeildinni í mörg ár og er flestum hnútum kunnugur. Hann er aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og bættist nýverið við í þjálfarateymi 4. flokks karla. Pétur er með BSc gráðu í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og UEFA-B þjálfaragráðu.

Námskeið 4: Knattspyrnuakademía Péturs Rögnvaldssonar 13.-17. júlí Verð: 10.000 kr.
Ef keyptar eru báðar vikurnar í knattspyrnuakademíunni kostar hún 16.500 kr.

Námskeið 5: 20.-31. júlí: Auglýst nánar síðar.

Öll námskeiðin fara fram á Vivaldivellinum. Skráning er hafin á grotta.felog.is en takmarkaður fjöldi kemst að á hlaupa- og styrktarnámskeiðin.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print