Skip to content

Paul og Gabríel skrifa undir

Þeir Gabríel Hrannar Eyjólfsson og Paul Westren munu leiða starf yngri flokka knattspyrnudeildar Gróttu næstu tvö árin en þeir skrifuðu undir samninga þess efnis í dag. Þeir munu sinna yfirþjálfarastörfum í sameiningu og þjálfa í yngri flokkunum. Auk þess verða þeir svokallaðir „transition“ þjálfarar hjá félaginu, Paul hjá strákunum og Gabríel hjá stelpunum, og munu styðja við bakið á ungum leikmönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. 

Paul er Englendingur sem fæddur árið 1980 og kom til starfa hjá Gróttu sumarið 2021. Hann hefur komið víða við á sínum ferli og meðal annars þjálfað í Síerra Leóne, Kína og Lesótó. Paul tók við starfi yfirþjálfara síðasta haust og hefur stýrt deildinni síðustu mánuði á krefjandi tímum þar sem mikil hreyfing hefur verið á þjálfarahópnum. 

Gabríel er fæddur árið 1999 og skipti yfir í Gróttu úr KR árið 2018. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann talsverða reynslu af yngri flokka þjálfun og útskrifaðist á dögunum sem íþróttafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Gabríel er núverandi þjálfari 4. flokks karla, skólastjóri knattspyrnuskólans og leikmaður í meistaraflokki Gróttu. 

Hildur Ólafsdóttir hjá barna- og unglingaráði segir spennandi tíma framundan hjá knattspyrnudeildinni:  „Við erum gríðarlega ánægð með að hafa samið við bæði Gabríel og Paul til tveggja ára. Markmiðið er að bjóða öllum Gróttukrökkum upp á framúrskarandi gott starf og teljum að það muni klárlega takast með góðum hópi þjálfara og þá Gabríel og Paul við stjórnvöllin.“

Yfirþjálfararnir höfðu þetta að segja þegar skrifað var undir samningana í morgun: 

Paul: „Ég er mjög glaður að framlengja samninginn minn og halda áfram að vinna fyrir Gróttu. Eitt af einkennum félagsins er að halda vel utan um uppalda leikmenn og hjálpa þeim að taka skrefið upp í meistaraflokk og því viljum við halda áfram. Grótta er fjölskylduklúbbur og við viljum styðja við bakið á öllum sem taka þátt í starfinu og búa til jákvætt og hvetjandi umhverfi á Vivaldivellinum.“

Gabríel: „Ég er gríðarlega spenntur að halda áfram og efla það góða starf sem unnið hefur verið í Knattspyrnudeild Gróttu undanfarin ár. Ég trúi því innilega að í Gróttu sé unnið eitt besta yngri flokka starf á landinu – félagið hefur alið af sér leikmenn sem eiga möguleika á að ná í fremstu röð og samfélagslegi þátturinn hefur sömuleiðis verið sterkur þó að alltaf megi gera betur. Það er mikill heiður að fá tækifæri til að hafa áhrif og vera í forystuhlutverki.“

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar