Skip to content

Orri Steinn yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni

Orri Steinn Óskarsson varð í gær yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeild Evrópu!
Orri Steinn er leikmaður FC Kaupmannahafnar og hefur fengið tækifæri með aðalliðinu undanfarið eftir að hafa brillerað með U17 og U19 ára liðum liðsins síðan hann samdi við FCK árið 2020. Orri hefur komið inná í fjórum leikjum í deild og var í byrjunarliði í danska bikarnum um daginn. Orri kom inn af varamannabekknum í Meistaradeildinni í gær en mótherjar FCK voru Sevilla sem höfðu betur gegn danska liðinu. Orri er fæddur árið 2004 og var 18 ára og 57 daga gamall þegar hann spilaði í gær. Orri bætti met Skagamannsins Arnórs Sigurðssonar, en Arnór var 19 ára og 127 daga gamall þegar hann lék fyrir CSKA Moskvu gegn Viktoria Plzen árið 2018.
Knattspyrnudeild Gróttu er gríðarlega hreykin af frammistöðu Orra Steins og óskar honum innilega til hamingju og áframhaldandi velgengni.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar