Grótta hefur náð samkomulagi við Breiðablik um að fá Karl Friðleif Gunnarsson að láni fyrir átökin í Pepsi max deildinni á komandi keppnistímabili. Karl Friðleifur er stórefnilegur knattspyrnumaður, fæddur árið 2001 og uppalinn í Kópavoginum hjá Breiðabliki. Hann hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands í gegnum tíðina, en hann hefur leikið samtals 27 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim 7 mörk. Karl steig sín fyrstu skref í efstu deild sumarið 2018 undir stjórn Ágústar Gylfasonar. Karl Friðleifur er frábær viðbót við ungt og spennandi lið Gróttu, sem hefur leik í Pepsi max deild karla þann 14. júní næstkomandi, í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.
Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on email
Email
Share on print
Print
Fréttaflokkar
2. flokkur
3. flokkur
4. flokkur
5. flokkur
6. flokkur
7. flokkur
8. flokkur
Aðalstjórn
Bikarkeppni
Fimleikar
Handboltaskólinn
Handbolti
Heimaæfingar
Hugarfarmyndbönd
Jólakort
Knattspyrna
Knattspyrnuskólinn
Landslið
Leikmenn
Meistaraflokkur
Mfl.kk
Mfl.kvk
Myndaalbúm
Mót
Námskeið
Pepsi Max
Reglugerðir
Starfsmenn
Styrktaraðili
Sumarnámskeið
Tilkynning
Tímarit
Verðlaun
Viðtal
Yngr
Yngri flokkar
Æfingaferð
Æfingatafla
Þjálfarar