Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið valinn sem besti markvörður tímabilsins í efstu deild sænska boltans! Hákon Rafn var aðalmarkvörður Elfsborg á tímabilinu og fékk liðið aðeins 26 mörk á sig í 30 leikjum, en ekkert lið fékk færri mörk á sig.
Hákon, sem er ekki nema 22 ára gamall, hefur verið að gera frábæra hluti í sænska boltanum síðan hann fór þangað frá Gróttu árið 2021. Hákon á að baki fjóra A-landsleiki fyrir Ísland og spilaði hann alla deildarleiki Elfsborg á tímabilinu sem var að ljúka að einum undanskildum en þá var hann í leikbanni.
Knattspyrnudeild Gróttu er gríðarlega hreykin af Hákoni og hans frábæru frammistöðu. Hákon er frábær fyrirmynd fyrir unga iðkendur hjá Gróttu sem líta svo sannarlega upp til hans. Hann á þennan titil svo sannarlega skilið og óskum við honum innilega til hamingju með þessa glæsilegu viðurkenningu!
Hákon valinn markmaður ársins í Svíþjóð
Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.
Facebook
Twitter
Email
Print
Fréttaflokkar
2. flokkur
3. flokkur
4. flokkur
5.flokkur
5.flokkur kvenna
7. flokkur
9.flokkur
Aðalstjórn
Bikarkeppni
deildarmeistari
Fimleikar
handboltaskóli
Handboltaskólinn
Handbolti
Heimaæfingar
Hugarfarmyndbönd
hæfileikamótun
Jólakort
Jólakort Gróttu
jólanámskeið
Karlmennskan
Knattspyrna
Landslið
Leikmenn
Meistaraflokkur
mfl. karla
Mfl.kk
mfl. kvenna
Mfl.kvk
Myndaalbúm
Mót
Námskeið
Pepsi Max
Styrktaraðili
Sumarnámskeið
Tímarit
u14kvenna
unglingalandslið
Verðlaun
Viðtal
Yngri flokkar
Æfingaferð
Æfingatafla
Þjálfarar
þorrablót
Helstu upplýsingar
Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is