Gróttublaðið er komið út í tíunda sinn 👏
Fyrir jólin 2011 ákvað knattspyrnudeild Gróttu að gefa út blað þar sem farið var yfir árið hjá deildinni í máli og myndum. Á þeim tímapunkti óraði líklega engan fyrir því að árið 2020 myndi 10. blaðið koma út! Blaðið var 28 blaðsíður árið 2011 en er nú 52.
Í blaði ársins má m.a. finna viðtal við landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur og önnur viðtöl við Gróttumenn- og konur sem eru að gera það gott. Þá eru yngri iðkendur einnig teknir tali og loks má ekki gleyma þeim fjölmörgu myndum sem prýða blaðið.
Dreifing hefur gengið vel og ætti Gróttublaðið nú að vera komið í flest hús á Seltjarnarnesi.
Vefútgáfu blaðsins er að finna hér