Skip to content

Eva, María og Nína skrifa undir

María Lovísa Jónasdóttir og Eva Karen Sigurdórsdóttir hafa framlengt samninga sína við Gróttu og þá hefur Nína Kolbrún Gylfadóttir einnig skrifað undir nýjan samning. 

María Lovísa er Gróttufólki að góðu kunn en hún er uppalin á Nesinu og spilaði sína fyrstu leiki með meistaraflokki árið 2019. Hún kom svo við sögu í öllum leikjum Gróttu í fyrra og hefur nú skorað 11 mörk í 31 meistaraflokksleik.

Eva Karen gekk til liðs við Gróttu í ágúst í fyrra, þá nýbúin með endurhæfingu eftir krossbandsslit. Eva lék fjóra leiki með 2. flokki í fyrra sem fagnaði sigri í B-deild Íslandsmótsins. Á árinu 2021 hefur Eva svo stimplað sig inn í meistaraflokk og verður í eldlínunni með Gróttu fram í ágúst þegar hún flytur til Texas til að stunda nám og spila fótbolta í Lamar háskóla. 

Nína Kolbrún er uppalin hjá Val en hún hefur ekki leikið fótbolta á Íslandi frá árinu 2017, meðal annars vegna erfiðra meiðsla. Nína hefur komið feikilega sterk inn í Gróttuliðið á síðustu vikum og mánuðum og er það því mikið gleðiefni að hún sé ákveðin í að spila í bláu næstu tímabilin.

Pétur Rögnvaldsson, annar þjálfara Gróttu fagnar því að stelpurnar hafi skrifað undir:
„Það eru frábær tíðindi fyrir Gróttu að búið sé að semja við Maríu, Evu og Nínu. Allar hafa þær staðið sig vel á síðustu mánuðum og eru mikilvægir hlekkir í Gróttuliðinu. Við hlökkum mikið til að vinna með þeim áfram næstu árin.“

María og Nína ásamt Kára Garðarssyni, framkvæmdastjóra Gróttu

Eva ásamt Pétri Rögnvaldssyni, þjálfara Gróttu

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar