Skip to content

Elfa og Emma í Gróttu


Hin 19 ára gamla Elfa Mjöll Jónsdóttir skrifaði í vikunni undir samning við Gróttu en hún kemur til félagsins frá Völsungi. Þrátt fyrir ungan aldur á Elfa 64 leiki að baki með Húsvíkingum en hún er kraftmikill hægri kantmaður. Elfa kom inná í 3-2 sigri Gróttu á Augnablik á föstudaginn og stóð sig vel. 

Þá hefur Emma Steinsen snúið aftur í Gróttu á láni frá Val en hún var fyrri hluta sumars í herbúðum Fylkis. Emma lék 17 leiki með Gróttu í fyrra og þekkir því til á Nesinu. Emma kom einnig inná sem varamaður í leiknum á föstudaginn en hún getur leikið allar stöður í öftustu línu. 

Magnús Örn Helgason, annar þjálfara Gróttu fagnar Elfu og Emmu á Nesið. 
„Það er frábært að Elfa hafi valið að koma til okkar í Gróttu. Það sterkt fyrir félagið að tryggja sér jafn öflugan leikmann út tímabilið 2023 og við hlökkum mikið til að vinna með henni á næstu misserum. Þá erum við glöð að fá Emmu aftur í félagið. Hún er skemmtilegur karakter og öflugur varnarmaður sem mun hjálpa liðinu mikið. Við þökkum Völsungi og Val fyrir góð samskipti í tengslum við félagaskiptin.“

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar