3. flokkur kvenna spilaði æsispennandi úrslitaleik í gærkvöldi á Vivaldivellinum sem endaði í framlengingu og vítaspyrnukeppni. FH komst yfir á 34’ mínútu og staðan 0-1 í hálfleik þrátt fyrir að heimakonur hefðu oft verið hættulegar í sókninni. FH komst síðan í 2-0 í seinni hálfleik en Ísabella Sara Tryggvadóttir minnkaði muninn fyrir Gróttu/KR rétt eftir annað mark FH. Grótta/KR fékk síðan víti á 79’ mínútu sem Emelía Óskarsdóttir skoraði örugglega úr og jafnaði metin. Það var þá ljóst að það yrði að framlengja. FH komst yfir í framlengingunni en Díana Mist Heiðarsdóttir jafnaði fyrir Gróttu/KR. Að framlengingunni lokinni var farið í vítaspyrnukeppni þar sem þær Emelía Óskarsdóttir, Lilja Davíðsdóttir Scheving, Lilja Lív Margrétardóttir, Rakel Lóa Brynjarsdóttir og Tinna María Tryggvadóttir skoruðu fyrir Gróttu/KR. Vítaspyrnukeppnin endaði 5-6 fyrir FH og Grótta/KR tók því silfrið að sinni. Stelpurnar mega þó vera gríðarlega stoltar af frammistöðu sinni í mótinu og leiknum í gærkvöldi. Það var fjölmennt á Vivaldivellinum og mikil stemning – liðið stóð svo sannarlega fyrir sínu. Til hamingju með 2. sætið stelpur 💙🖤
3. flokkur kvenna í 2. sæti Íslandsmótsins
Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.
Facebook
Twitter
Email
Print
Fréttaflokkar
2. flokkur
3. flokkur
4. flokkur
5.flokkur
5.flokkur kvenna
7. flokkur
9.flokkur
Aðalstjórn
Bikarkeppni
deildarmeistari
Fimleikar
handboltaskóli
Handboltaskólinn
Handbolti
Heimaæfingar
Hugarfarmyndbönd
hæfileikamótun
Jólakort
Jólakort Gróttu
jólanámskeið
Karlmennskan
Knattspyrna
Landslið
Leikmenn
Meistaraflokkur
mfl. karla
Mfl.kk
mfl. kvenna
Mfl.kvk
Myndaalbúm
Mót
Námskeið
Pepsi Max
Styrktaraðili
Sumarnámskeið
Tímarit
u14kvenna
unglingalandslið
Verðlaun
Viðtal
Yngri flokkar
Æfingaferð
Æfingatafla
Þjálfarar
þorrablót
Helstu upplýsingar
Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is