Skip to content

Stuð og stemning hjá 7.flokki karla

Mikið stuð og stemning var hjá strákunum í 7.flokki karla helgina 9. – 10.október síðastliðinn en þá léku strákarnir á sínu fyrsta móti í vetur. Mótið fór fram í Garðabænum hjá Stjörnunni.

Grótta tefldi fram hvorki fleiri né færri en 8 liðum á mótinu. Strákarnir stóðu sig vel og sáust mörg glæsileg tilþrif á báðum endum vallarins; varnarlega, hjá markmönnunum og sóknarlega. Strákarnir eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér og gaman verður að sjá þá á næstu mótum.

7.flokkur karla æfir þrisvar sinnum í viku undir stjórn Hannesar Grimm þjálfara flokksins.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print