Skip to content

Soffía Helen skrifar undir

Markvörðurinn Soffía Helen Sölvadóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta leikmannasamning við Handknattleiksdeild Gróttu. Soffía er 15 ára gömul og leikur sem markvörður. Hún hefur undanfarin misseri verið valin í öll yngri landslið kvenna og nú nýverið í U16 ára landsliðið.

Soffía hefur leikið alla leiki með 4.flokki og 3.flokki kvenna núna í vetur og staðið sig vel. Báðir flokkar leika í 1.deild Íslandsmótsins.

Það verður spennandi að sjá Soffíu halda áfram að bæta sig og eflast á næstu misserum.

Á myndinni má sjá Soffíu Helen með Júlíusi Þóri þjálfara meistaraflokks kvenna.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin mánudag – fimmtudags
frá kl. 11:30 – 14:30
Hafa samband

Fréttaflokkar