Skip to content

Næringarfræðsla frá Elísu

Í vikunni hélt Elísa Viðarsdóttir áhugaverðan næringarfyrirlestur fyrir 5., 4. og 3.flokk í hátíðarsal félagsins. Hópnum var skipt upp eftir aldri. Það var góð mæting hjá báðum hópum og greinilegt að krakkarnir höfðu mikinn áhuga á efninu.

Elísa fór yfir hvernig hægt er að næra líkamann á einfaldan og skynsamlegan hátt, á mannamáli. Hún ræddi hvað skiptir mestu máli dags daglega í mataræði ungmenna, hvernig má undirbúa sig fyrir æfingar og leiki, og hvað er gott að borða eftir á til að styðja við endurheimt.

Við þökkum Elísu fyrir komuna og eru fullviss um að þetta hjálpi okkar krökkum til frekari afreka.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin mánudag – fimmtudags
frá kl. 11:30 – 14:30
Hafa samband

Fréttaflokkar