Skip to content

Komdu og prófaðu handbolta

Í tilefni af því að íslenska kvennalandsliðið hefur leik á HM í handbolta á morgun, þá býður Grótta öllum stelpum sem vilja koma og prófa handbolta frítt á æfingar á meðan mótið stendur yfir. Fyrsti leikur Íslands er á morgun, 30.nóvember og lýkur mótinu með úrslitaleik 17.desember.

Tveir leikmenn Íslands léku með Gróttu. Elín Jóna Þorsteinsdóttir er uppalin á Nesinu og lék með öllum yngri flokkum félagsins. Hún varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari með meistaraflokki áður en skipti yfir í Hauka og loks út í atvinnumennskuna. Þórey Anna Ásgeirsdóttir lék með Gróttu í þrjú keppnistímabil og varð Íslandsmeistari árið 2016 áður en hún skipti yfir í Stjörnuna og síðan í atvinnumennskuna.

Æfingatöflu Gróttu má finna hér: https://grotta.is/aefingatoflur/

Frábæru þjálfararnir okkar taka vel á móti krökkunum.

Allar upplýsingar gefur skrifstofa Gróttu eða yfirþjálfari handknattleiksdeildar, Magnús Karl Magnússon á netfanginu magnuskarl@grotta.is

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Nýlegar fréttir

Fréttaflokkar