Skip to content

Góð frammistaða hjá 5.flokki karla

Um helgina spilaði eldra árið á sínu öðru móti í vetur. Mótið fór fram í Fjölnishöllinni í Grafarvogi. Strákarnir léku í 3. deild og voru staðráðnir í að fara beint aftur upp um deild.

Strákarnir byrjuðu á að spila við Val 2 og var leikurinn í járnum í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var flottur og leikurinn endaði 22-17 fyrir okkar drengjum. Annar leikur liðsins var við ÍR 1 og unnu strákarnir frábæran sigur eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. Leikur þrjú var gegn Fram 2 og spiluðu strákarnir ekki nægilega vel en náðu samt sem áður að kreista út sigur með sigurmarki á lokasekúndunum frá Kolbeini. Síðan var komið að úrslitaleiknum og aftur spiluðu strákarnir við Val 2. Leikurinn var jafn í þrjátíu mínútur en endaði að lokum með sigri Gróttu 17-16.

Frábær helgi að baki hjá strákunum í 5.flokki. Þjálfarar flokksins eru Andri Þór Helgason og Hannes Grimm.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar