Skip to content

Fjórar stelpur í U15 ára landsliðinu

Um helgina fara fram æfingar hjá U15 ára landsliði kvenna. Fjórar stelpur frá okkur eru valdar í hópinn en það eru þær Arndís Áslaug Grímsdóttir, Dóra Elísabet Gylfadóttir, Elísabet Ása Einarsdóttir og Margrét Lára Jónasdóttir. Sannarlega frábær viðurkenning fyrir þessa öflugu leikmenn.

Þær voru hluti af öflugum 5.flokki félagsins sem Davíð Örn Hlöðversson þjálfaði í vetur. Stelpurnar enduðu í 5.sæti í Íslandsmótinu sem er frábær árangur.

Við óskum stelpunum til hamingju með landsliðsvalið og velfarnaðar á æfingum helgarinnar. Landsliðsþjálfarar eru þeir Dagur Snær Steingrímsson og Guðmundur Helgi Pálsson.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print