Handknattleiksdeild Gróttu og Domino´s Pizza hafa endurnýjað samstarfið til næstu þriggja ára. Það var Ásmundur Atlason markaðsstjóri Domino´s Pizza og Arnkell Bergmann Arnkelsson sem skrifuðu undir samninginn í hálfleik á leik Gróttu og HK í Olísdeild karla í gærkvöldi.
Domino´s Pizza þarf vart að kynna fyrir Íslendingum en fyrsta verslunin var stofnuð 1993 á Grensásveginum. Núna eru 22 verslanir um allt land.
Domino´s Pizza veitir Gróttufólki 30% afslátt af öllum sóttum pizzum á matseðli Domino’s þegar pantað er á netinu eða með appi. Kóðinn er: Grótta22 og virkar hann ekki með öðrum tilboðum. Lágmarkspöntun er 1.000 kr fyrir afslátt.
Handknattleiksdeild Gróttu hlakkar mikið til áframhaldandi samstarfs við Domino´s Pizza.