Seinustu daga hefur U18 ára landslið karla með okkar manni Antoine Óskari Pantano leikið á sterku æfingamóti í Þýskalandi sem ber heitið Sparkassen Cup. 6 þjóðum er boðin þátttaka á mótinu og í ár voru það auk Íslendinga, Ungverjar, Slóvenar, Svisslendingar, Hollendingar, Belgar auk heimamanna í Þýskalandi og úrvalsliðs Saar-héraðs en mótið fer einmitt þar fram.
Íslendingar léku í riðli með Belgum, Saar-héraði og Þýskalandi. Ísland vann Saar-hérð og Belga örugglega en tapaði með átta marka mun gegn Þjóðverjum. Í undanúrslitum lék liðið gegn Slóvenum og eftir að hafa verið undir stærstan hluta leiksins jöfnuðu Íslendingar undir lokin og tryggði liðinu vítakeppni. Þar unnu Íslendingar og liðið fékk því farseðilinn í úrslitaleikinn. Þar mætti strákarnir okkar Þjóðverjum aftur. Líkt og í riðlakeppninni voru heimamenn sterkari og Ísland þurfti að láta sér nægja silfurverðlaunin að þessu sinni.
Líkt og liðið í heild sinni stóð Antoine sig vel og skoraði 15 mörk í mótinu. Samhliða því stóð hann varnarleikinn vel. Næsta stóra verkefni U18 ára landsliðs karla er í sumar þegar liðið leikur á EM í ágúst. Það eru því spennandi tímar framundan hjá liðinu.
Myndir: HSÍ – Handknattleikssamband Íslands