Skip to content

Antoine framlengir til 2026

Antoine Óskar Pantano hefur skrifað undir nýjan samning við Handknattleiksdeild Gróttu sem gildir út tímabilið 2026. Antoine er 17 ára gamall leikstjórnandi og hefur heldur betur stimplað sig inn í Olísdeildina í vetur með góðri frammistöðu. Hann hefur skorað 11 mörk og skapað 22 marktækifæri fyrir liðsfélaga sína í þeim 9 leikjum sem búnir eru.

Antoine Óskar er lykilleikmaður í U18 ára landsliði karla en liðið endaði endaði í 5.sæti á Opna Evrópumótinu í Svíþjóð og 5.sæti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Slóveníu síðastliðið sumar.

Það eru miklar gleðifréttir að Antoine leiki í Gróttutreyjunni næstu árin enda framtíðarleikmaður meistaraflokks.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print