Skip to content

Anna Karólína og Katrín Anna í 8 liða úrslit

Anna Karólína og Katrín Anna ásamt U20 ára landsliði kvenna eru heldur betur að standa sig vel á HM í Norður-Makedóníu. Íslenska liðið mætti Svartfjallalandi og Portúgal í milliriðlum á mánudaginn og þriðjudaginn. Leikurinn gegn Svartfjallalandi vannst örugglega en því miður tapaðist leikurinn gegn Portúgal með aðeins einu marki.

Íslenska liðið endaði því í 2.sæti í milliriðlinum og er komið í 8 liða úrslit á HM. Þar mun liðið mæta feykilega sterku liði Ungverjalands sem eru ríkjandi Evrópumeistarar. Leikurinn fer fram á morgun, fimmtudag kl. 16:00. Allir leikir íslenska liðsins eru sýndir í beinni útsendingu á rás IHF á Youtube. Með sigri kemst Ísland í undanúrslit mótsins en tapi liðið gegn Ungverjum leikur liðið um sæti 5 – 8 í keppninni.

Gróttustelpurnar hafa heldur betur staðið sig vel á mótinu hingað til. Katrín Anna Ásmundsdóttir skoraði 1 mark gegn Svartfjallalandi og 3 mörk gegn Portúgal og er samtals komin með 17 mörk í mótinu. Þar er hún í 3.sæti af íslensku stelpunum. Anna Karólína Ingadóttir náði því miður ekki að verja þau skot sem hún fékk á sig í milliriðlinum. Engu að síður er hún búin að verja 18 skot í keppninni með 47,3% markvörslu. Þar er hún í 2.sæti yfir bestu hlutfallsmarkvörsluna í öllu mótinu.

Við höldum áfram að fylgjast með liðinu og okkar stelpum í mótinu.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print