Skip to content

Ágúst Emil áfram á Nesinu

Ágúst Emil Grétarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Ágúst Emil er 24 ára gamall og leikur sem hægri hornamaður. Hann hefur leikið með Gróttu undanfarin fjögur tímabil og leikið samtals 84 leiki fyrir félagið. Ágúst Emil hefur leikið afar vel í vetur og skorað 43 mörk í deildinni og er með um 70% skotnýtingu. Það er mikil gleðitíðindi að Ágúst Emil verði áfram í herbúðum Gróttu.

„Ágúst Emil hefur verið vaxandi leikmaður undanfarin ár og hefur í vetur verið frábær. Það er því frábært að hann verði áfram á Nesinu. Ég hlakka mikið til að vinna með honum áfram“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu þegar samningurinn var í húsi.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar