Í sumar verða bæði fjölbreytt íþróttanámskeið í boði ásamt sumarnámskeiðum. Námskeiðin fara fram í júní, júlí og ágúst. Allar frekari upplýsingar um námskeiðin má finna hér: Sumar 2024 – Íþróttafélagið Grótta (grotta.is). Innritun og greiðsla fer fram í gegnum abler.io/shop/grotta.
Forskráning í fimleikadeild 2024-25
Þann 1. júní til 30. júní næstkomandi fer fram forskráning í fimleikadeild Gróttu fyrir veturinn 2024-25. Athugið að ekki er forskráning í stubbafimi en skráningin í stubbafimi opnar 1. júlí.
Greitt er 15.000 kr skráningargjald með kreditkorti við skráningu. Skráningargjaldið er óafturkræft en dregst frá æfingagjöldum næsta vetrar. Komi upp sú staða að fimleikadeildin þurfi að neita umsækjendum um pláss er möguleiki á að óska eftir að fá skráningargjaldið endurgreitt.
Athugið að biðlistinn fellur nú úr gildi og allir sem vilja komast að næsta vetur þurfa að forskrá sig. Eftir að forskráningu lýkur verður hægt að skrá á biðlista.
Skráning fer fram hér: https://www.abler.io/shop/grotta/fimleikar
Aðalfundir Gróttu – Breytt tímasetning
Kvennakvöld Gróttu 2024 – Miðasala er hafin!
Nú styttist heldur betur í kvennakvöld Gróttu sem verður haldið í hátíðarsal félagsins miðvikudaginn 8. maí næstkomandi. Miðasala er hafin inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu
? Fordrykkur frá kl. 18:00.
? Anna Þorbjörg Jónsdóttir Nesbúi og partýpinni verður veislustjóri og mun halda utan um dagskrána.
? Ljúffengt smáréttahlaðborð frá Matarkompaní.
? Glæsilegt happdrætti!
?Birna Rún Eiríksdóttir leikkona og grínisti verður með uppistand.
?“Gróttupabbinn” talar
?Jón Sigurðsson aka 500 kallinn mætir með gítarinn tekur nokkra góða slagara.
⭐️DJ Annanymous heldur uppi stuðinu fram á nótt.
Kvennakvöldið er fjáröflun fyrir meistaraflokka knattspyrnu- og handknattleiksdeildar Gróttu. Miðasala er inn á: Tix.is – Konukvöld Gróttu
Nánari upplýsingar um vinninga og annað verður birt á Facebook viðburði: Kvennakvöld Gróttu 2024 | Facebook
Fyrir hópa er hægt að bóka borð í gegnum tölvupóst [email protected]. Þú vilt ekki missa af þessari veislu, hlökkum til að sjá þig! ??
Sunddeild KR með sumar sundnámskeið í sundlaug Seltjarnarness
Námskeiðin verða frá 10 – 21 júní. Námskeiðin eru frábær leið til að auka öryggi barna í vatni, undirbúa þau fyrir skólasundið næsta haust eða skerpa það sem þau lærðu seinasta skólaárið
Continue readingAðalfundir Gróttu – breytt tímasetning
Íþróttafélagið Grótta 57 ára!
Aðalfundir Gróttu 2024
Aðalfundir aðalstjórnar og deilda Íþróttafélagsins Gróttu fara fram þriðjudaginn 30. apríl 2024 í hátíðarsal Gróttu. Aðalfundirnir hefjast kl. 17:30 og er gert ráð fyrir að þeim sé lokið kl. 18:30. Eftir að aðalfundum lýkur verður öllum fundargestum boðið upp á léttar veitingar.
Fyrirspurnum og framboðum til stjórna skal skilað á netfangið [email protected].
Freyja og Auður Anna kepptu á Norðurlandamóti í áhaldafimleikum 2024
Norðurlandamótið í áhaldafimleikum var haldið í Osló í Noregi á dögunum. Grótta átti tvo keppendur á mótinu þær Freyju Hannesdóttur og Auði Önnu Þorbjarnardóttur. Freyja keppti með Íslenska kvennalandsliðinu sem gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í liðakeppni. Auður Anna keppti með Íslenska stúlknalandsliðinu sem náði einnig frábærum árangri á mótinu og hafnaði í öðru sæti. Á mótinu var einnig keppt til úrslita í fjölþraut og á einstaka áhöldum og Auður Anna var fyrst inn í úrslit á stökki og endaði í 6. sæti sem er virkilega vel gert.
Við óskum keppendum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með frábæran árangur.
Forsetahjónin heimsækja íþróttahús Gróttu
Í tilefni af 50 ára kaupstaðarafmæli Seltjarnarnesbæjar munu Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú fara í opinbera heimsókn á Seltjarnarnes á morgun, þriðjudag.
Forsetahjónin verða allan daginn á Seltjarnarnesi. Þau munu fara víða til að hitta bæjarbúa og kynnast samfélaginu en seinnipart dags eða í kringum 16:15 koma þau í heimsókn í íþróttahús Gróttu. Endilega takið vel á móti þeim og sýnum okkar frábæra starf í fullu fjöri.