Afreksskóli Gróttu

Afreksskóli Gróttu er hafinn. Skólinn markar upphaf nýs keppnistímabils og því frábært samhliða hefðbundnum æfingum og áður en þær hefjast.

Skólinn er fyrir unglinga f. 2008-2011 og verður afrekshugsun höfð að leiðarljósi á æfingunum.

Æfingatímarnir eru 12:30-14:00 á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Þá viku sem frídagur verslunarmanna kemur upp á mánudegi verður sú æfing færð á föstudaginn 11.ágúst kl. 12:00-13:30.

Nánari upplýsingar: https://grotta.is/sumar-2023/
Skráning hérna: https://www.sportabler.com/shop/grotta/handbolti

Miðasala á Verbúðarballið hafin

Ekki missa af stærsta balli ársins – Verbúðarballinu 2023 – 9. september í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi.

Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA gera allt vitlaust.

Dagskrá:
21:00 Húsið opnar
Tilboð á barnum og vel valinn plötusnúður hitar upp.
23:00-1:00 Verbúðarbandið ásamt BUBBA MORTHENS & RÖGGU GÍSLA

Miðasala fer fram Tix.is tix.is/is/event/15690/verbu-arball-2023

Verð: 6.990.- kr frá og með 1. Júlí.

ATH 20 ára aldurstakmark er á ballið

Sumarnámskeiðin hefjast næsta mánudag

Sumarnámskeið Gróttu hefjast næsta mánudag (12. júní) og nú í þessari viku er undirbúningsvika fyrir alla leiðbeinendur. Hluti af undirbúningum var skyndihjálparnámskeið sem var haldið í gær en þar mættu einnig húsverðir íþróttamannvirkjanna. Guðjón Einar Guðmundsson var leiðbeinandi en hann hefur 17 ára reynslu í sjúkraflutningum og slökkviliðs starfi auk þess hafa að vera virkur fimleikum á árum áður.

Námskeiðið gekk vel og nú getum við ekki beðið eftir að sumarnámskeiðin hefjist.

VERKfALLIÐ HEFUR ENGIN ÁHRIF Á SUMARNÁMSKEIÐIN !

Það hafa borist fyrirspurnir á skrifstofuna hvort verkfallið hafi áhrif á sumarnámskeiðin og svarið er nei – þau hafa engin áhrif á námskeiðin.

SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR Á MORGUN

Síðasti skráningardagur fyrir námskeiðin sem hefjast næsta mánudag er á morgun föstudag (9.júní)
Allar upplýsingar um námskeið og skráningu er hér:

Guðjón Einar Guðmundsson

Grótta og Dusty bjóða upp á rafíþróttanámskeið

Rafíþróttanámskeið fyrir börn og unglinga fædd 2007 – 2014  verður haldið á vegum Gróttu og rafíþróttafélags DUSTY

Námskeiðin verða sem hér segir:

Námskeið 1: (26. júní – 30. júní)   (Síðasti dagur skráningar er 26. júní) 
Námskeið 2: (3.júlí – 6. júlí)  (síðasti dagur skráningar 2. júlí) 

Yngri hópur: (9-12 ára)  kennt:  9:00-13:00
Eldri hópur: (13-16 ára) kennt: 14:00-18:00

Staðsetning námskeiðs Skútuvogur 1G, efsta hæð!
Takmarkaður fjöldi: Það komast 10 að á hverju námskeiði. 

LÝSING Á NÁMSKEIÐI 

Grótta og rafíþróttafélagið Dusty hafa tekið höndum saman í að bjóða uppá sumarnámskeið  í rafíþróttum fyrir börn og unglinga fædd 2007 – 2014. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á skemmtilega og fjölbreytta upplifun iðkenda. 

Á námskeiðinu verður einblínt á eftirfarandi leiki: Fortnite, Valorant, Overwatch 2 og CS:GO. Farið verður yfir lykilhugtök í leikjunum og grunnfærni (core mechanics) í leikjunum æfð. Þá er lögð áhersla á að kynna mikilvægi og ávinning heilbrigðra spilahátta á frammistöðu og upplifun af leikjum ásamt því að hreyfing verður partur af hverri æfingu. 

Sumarnámskeið Gróttu og Dusty í rafíþróttum eru fullkominn vettvangur fyrir metnaðarfulla spilara sem vilja bæta sig og kynnast öðrum til að spila með.

Á lokadegi námskeiðisins býðst öllum iðkendum tækifæri á að spreyta sig á áskorunum í leikjum námskeiðisins og fá allir sem taka þátt viðurkenningu og verðlaun frá Gróttu og Dusty

Verð kr. 19.990.- (5 dagar)     

DUSTY var stofnað árið 2019 og hefur haldið úti keppnisliðum í rafíþróttum síðan þá. Liðið er sigursælasta rafíþróttalið Íslands og ásamt því að hafa unnið fjöldan allan af keppnum á Íslandi í CS:GO, Valorant, Rocket League og League of Legends, þá hefur liðið unnið stór erlend mót í tvígang. DUSTY hefur einnig unnið með nokkrum af stærstu rafíþróttaliðum heims í ýmsum verkefnum, eins og t.a.m. Cloud9 og Vitality.

Frá ársbyrjun 2023 hefur DUSTY haldið útí yngri flokka starfi og nú standa börnum og unglingum í Gróttu það til boða að sækja þangað námskeið. 

Innritun og greiðsla á eftirfarandi námskeið fer fram í gegnum 

-Eldri hópur: https://www.sportabler.com/shop/grotta/sumarnamskeid/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTk1ODc=?

-Yngri hópur: https://www.sportabler.com/shop/grotta/sumarnamskeid/product/Q2x1YlNlcnZpY2U6MTk1ODY=?

Upplýsingar um skráningu er hægt að nálgast á vef Gróttu, grotta.is/sumar-2023/ eða í síma 561-1133 á milli kl 13:00 og 16:00 eða með því að senda tölvupóst á netfangið grotta@grotta.is 

Opnað verður fyrir skráningu 31. maí kl. 15:00

Grótta leitar að verkefnastjóra

Íþróttafélagið Grótta óskar eftir því að ráða öflugan verkefnastjóra á skrifstofu
aðalstjórnar félagsins í 100% starf. Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og lifandi starf.
Gert er ráð fyrir að ráðið sé í starfið frá 1. ágúst.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Hefur umsjón með viðburðum félagsins og hefur aðkomu að mótahaldi
  • Leiðir umbótavinnu við gerð verkferla
  • Leiðir samstarf innan sem utan félags
  • Ritstjórn miðla, samræming kynningarefnis og innleiðing skýjalausna
  • Almenn þjónusta við félagsmenn og samskipti við hagsmunaaðila

Kröfur um hæfni (þekking, færni, eiginleikar):

  • Háskólagráða sem nýtist í starfi
  • Góð samstarfs- og samskiptahæfni
  • Frumkvæði, sjálfstæði, skipulagshæfni og ögun í vinnubrögðum
  • Góð tölvufærni og hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Hreint sakavottorð

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2023.
Sótt er um starfið á umsóknarvef Alfreðs: Íþróttafélagið Grótta (alfred.is)
Nánari upplýsingar má nálgast með því að senda tölvupóst á grotta@grotta.is

Aðalfundur Gróttu 2023

Aðalfundir deilda og ráða Íþróttafélagsins Gróttu fóru fram 27. apríl og fóru þeir fram í hátíðarsal félagsins.  Fundurinn hófst á tónlistaratriði Jón Guðmundsson frá tónlistarskóla Seltjarnanesbæjar kynnti inn 3 stúlkur sem einnig eru iðkendur í félaginu. Þetta eru þær Arney María Arnarsdóttir sem spilaði á þverflautu, Sólveig Þórhallsdóttir einnig á þverflautu og Eyrún Þórhallsdóttir á saxófón.

Ólafur Örn Svansson hélt um fundarstjórnina en fundurinn hófst með skýrslu Þrastar Guðmundssonar, formanns aðalstjórnar og í kjölfarið komu formenn og gjaldkerar deilda og ráða í pontu og fóru yfir starfið á árinu og rekstrarniðurstöður. 

Þröstur var að klára sitt fyrsta ár sem formaður en aðrir aðalstjórnarmeðlimir gáfu öll kost á sér til endurkjörs og er stjórnin því óbreytt. 

Gísli Örn Garðarsson hætti í stjórn fimleikadeildar og Fanney Magnúsdóttur kemur inn í hans stað. Gylfi Magnússon hætti í stjórn handknattleiksdeildar og Páll Gíslason í stjórn unglingaráðs handknattleiksdeildar. 

Þá hættu þeir Alexander Jensen og Rögnvaldur Dofri Pétursson í stjórn knattspyrnudeildar en það var fækkað í stjórninni sem er núna skipuð þeim Þorsteinn Ingasyni formanni, Hörpu Frímansdóttur, Kristínu Huld Þorvaldsdóttur, Stefáni Bjarnasyni, Helga Héðinssyni og Hildi Ólafsdóttir. 

Gefin var út glæsileg árskýrsla fyrir síðasta ár:
https://grotta.is/wp-content/uploads/2023/05/A%CC%81rssky%CC%81rsla-Gro%CC%81ttu-2022-web.pdf

Eyjólfur Garðarsson ljósmyndari félagsins mætti svæðið og tók frábærar myndir sem lýsa vel heppnuðum aðalfundi.