A-lið 5. flokks kvenna unnu B-deild Faxaflóamótsins

A-lið 5. flokks kvenna eru sigurvegarar B-deild Faxaflóamótsins með fullt hús stiga 👏🏼🏅Stelpurnar sigruðu sjö leiki af sjö í mótinu og skoruðu í þeim 33 mörk. Þær innsigluðu titillinn í Grindavík í dag.

B-liðið endaði í 3. sæti í sínum riðli eftir 3 sigra og 3 töp. C-liðið er á toppi síns riðils en önnur lið eiga leiki til góða svo það á eftir að koma í ljós hvar stelpurnar enda.

Meistaraflokkur karla áfram í 32-úrslit Mjólkurbikarsins

Meistaraflokkur karla sigraði KFR 10-0 í annarri umferð Mjólkurbikarsins fyrr í dag 👏🏼 Pétur Theódór hélt uppteknum hætti og skoraði fjögur mörk í leiknum, Óliver Dagur skoraði tvennu og Axel Sigurðsson, Kristófer Orri, Björn Axel og Grímur Ingi skoruðu allir eitt mark. Strákarnir eru því komnir áfram í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Grótta mætir Fylki 1. maí kl. 14:00 en leikurinn fer fram í Árbæ. Áfram Grótta!