Davíð Hlöðvers áfram aðstoðarþjálfari

Það er með gleði í hjarta að geta tilkynnt Davíð Örn Hlöðversson áfram sem aðstoðarþjálfara kvennaliðs Gróttu. Davíð Örn þarf varla að kynna fyrir Gróttufólki en hann hefur þjálfað nær alla flokka Gróttu undanfarin 20 ár. Að auk er hann silfurmerkjahafi félagsins og hefur leikið 144 leiki fyrir meistaraflokk Gróttu.

Halda áfram að lesa

Ívar Logi Styrmisson til Gróttu

Handknattleiksdeild Gróttu hefur gert eins árs lánssamning við Ívar Loga Styrmisson. Ívar Logi er fæddur árið 2000 og kemur frá ÍBV þar sem hann er uppalinn. Ívar Logi hefur leikið undanfarin þrjú árin í Olísdeildinni með ÍBV og á seinustu leiktíð skoraði hann 13 mörk í 20 leikjum.

Halda áfram að lesa

Átta frá Gróttu í Handboltaskóla HSÍ

Helgina 12. – 13. júní síðastliðinn fór fram Handboltaskóli HSÍ og Alvogen í var það í 26. sinn sem skólinn var haldinn. Um er að ræða fyrsta stig landsliða HSÍ og voru fjórir leikmenn valdir frá hverju félagi. Æfingarnar voru fjórar talsins og fóru fram í TM-höllinni í Garðabæ.

Frá Gróttu voru valin:

Arnfríður Auður Arnarsdóttir
Auður Freyja ÁrnadóttirKristín
Fríða Sc. Thorsteinsson
Sara Kristjánsdóttir

Arnar Magnús Andrason
Fannar Hrafn Hjartarson
Patrekur Ingi Þorsteinsson
Kolbeinn Thors

Grótta óskar þessum átta leikmönnum til hamingju með valið og vonar að þetta sé upphafið að einhverju stærra hjá þeim.

Skólastjórar Handboltaskóla HSÍ og Alvogen voru þau Halldór Jóhann Sigfússon og Rakel Dögg Bragadóttir.

Handboltaskóli og Afreksskóli Gróttu

Segja má að upphaf handboltastarfsins eftir stutt sumarfrí sé Handboltaskóli Gróttu og Afreksskóli Gróttu í handbolta í ágúst. Þá lifnar Íþróttahús Gróttu aftur til lífsins og allt verður eins og á að vera. Undanfarin ár hafa skólarnir verið vel sóttir en í ár mun Maksim Akbachev yfirþjálfari hafa veg og vanda að námskeiðinu ásamt frábæru þjálfurum deildarinnar.

Halda áfram að lesa

Emelía og Lilja Lív valdar í hóp U16 ára landsliðsins

Gróttukonurnar Emelía Óskarsdóttir og Lilja Lív Margrétardóttir hafa verið valdar í hóp U16 ára landsliðsins sem æfir saman á Selfossi í júní. Æfingarnar fara fram dagana 21.-24. júní og eru liður í undirbúningi liðsins fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í Danmörku 4.-13. júlí í sumar. Gangi ykkur vel stelpur 🇮🇸

Andri Helga gerir tveggja ára samning

Andri Þór Helgason hefur gert nýjan tveggja ára samning við Handknattleiksdeild Gróttu. Andra Þór þarft vart að kynna fyrir Gróttufólki eða öðru handboltaáhugafólki en hann hefur verið einn albesti vinstri hornamaður Olísdeikdarinnar undanfarin ár. Andri er jafnframt fyrirliði Gróttuliðsins.

Halda áfram að lesa