Þá er komið að því, skráning á sumarnámskeið Gróttu 2025 er hafin.
Skráning fer fram í gegnum Abler: https://www.abler.io/shop/grotta/sumarnamskeid Allar frekari upplýsingar varðandi námskeiðin koma fram þar (Verð, tímasetningar, innihald o.fl.)
Mikið úrval skemmtilegra námskeiða í boði og fjöldatakmörk eru á flestum þeirra, því gott að hafa hraðar hendur. Svipað snið er á námskeiðunum og síðustu ár en m.a. verður aftur boðið uppá smíðavöll, vegna mikillar eftirspurnar.
*ATH. Skráning fyrir smíðavöll opnar seinna. Smíðavöllurinn er sömu vikur og survivor-námskeiðið.