Í lok júní heldur Grótta á Partille Cup. Mótið er haldið í Gautaborg en 99 leikmenn, þjálfarar og fararstjórar fara frá Gróttu á þetta stærsta og flottasta handboltamót í heimi.
Leikmenn hafa staðið í ströngu í vetur við að fjárafla fyrir ferðinni. Núna er komið að happdrætti þar sem fjölmargir glæsilegir vinningar eru í boði. Heildarverðmæti vinninga er rúmlega 1.500.000 kr
Einn miði kostar 2500 kr og kosta þrír miðar 6000 kr.
Hægt er að kaupa miða hjá leikmönnum en einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected] og kaupa miða þannig. Eingöngu verður dregið úr seldum miðum.
Áfram Grótta !