Málfríður Sigurhansdóttir nýráðin framkvæmdastjóri félagsins hóf störf síðastliðinn mánudag. Við bjóðum hana velkomna og þökkum jafnframt Jóni Sigurðssyni fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir samstarfið og vel unnin störf fyrir félagið.
Málfríður eða Fríða eins og hún er gjarnan kölluð hefur margra ára og víðtæka reynslu af störfum í íþróttageiranum og bindum við miklar vonir til hennar að leiða félagið í gegnum uppbyggingu, samþættingu og að öll Gróttu hjörtu slá í takt hvernig sem þau tengjast félaginu. Fríða starfaði meðal annars hjá Fjölni í tæp 18 ár og 10 ár þar á undan í stjórnum deilda, er í stjórn UMFÍ, var lengi í stjórn hjá sérsambandi og hefur setið í ótal nefndum og ráðum innan hreyfingarinnar. Fríða ólst upp á Seltjarnarnesi og byrjaði ung að árum að æfa íþróttir hjá Gróttu. Við bjóðum Fríðu hjartanlega velkomna heim í Gróttu!
