Skip to content

Frábærri Partille Cup-ferð lokið

Í nótt kom þreyttur en sæll Gróttuhópur heim eftir vikudvöl í Gautaborg í Svíþjóð. 84 iðkendur og 16 þjálfarar og fararstjórar fóru fyrir hönd Gróttu á stærsta og flottasta handboltamót í heimi, Partille Cup. Grótta tefldi fram 10 liðum sem öll lögðu allt í sölurnar í leikjum gegn nýjum andstæðingum. Mótið er það stærsta í heimi en rúmlega 20.000 keppendur frá öllum heimshornum taka þátt í mótinu.

Þó að leikirnir hafi verið aðalatriðið þá var margt annað gert. Krakkarnir fóru í Skara Sommarland vatnsrennibrautar- og skemmtigarð, horfðu á U19 ára landslið karla með Bessa innanborðs næla sér í silfur, fóru í verslunarleiðangra, fóru í GoKart, kíktu í Liseberg skemmtigarðinn, studdu önnur Gróttulið í sinni keppni og margt, margt annað.

Öll liðin okkar stóðu sig vel innan- sem utanvallar. Okkar krakkar fengu mikið hrós fyrir umgengni og framkomu. Öll liðin léku 5-6 leiki í riðlakeppninni og síðan 1-6 leiki í úrslitakeppninni. Fjögur okkar liða fóru í A-úrslit, eitt fór í B-úrslit og fimm fóru í C-úrslitin.

Lengst náðu B13-1, B15-1 og G16 liðin okkar í A-úrslitum en þau komust í 32-liða úrslit. B14-1 gerði sér svo lítið fyrir og vann C-úrslitin.

Segja má að vikan hafi verið viðburðarík og skilur eftir ótal minningar hjá Gróttukrökkunum. Krakkarnir koma allir heim reynslunni ríkari og munu mæta sterk inn í næsta handboltavetur sem hefst í ágúst.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
[email protected]

Nýlegar fréttir

Fréttaflokkar