Það er með gleði í hjarta að geta tilkynnt Davíð Örn Hlöðversson áfram sem aðstoðarþjálfara kvennaliðs Gróttu. Davíð Örn þarf varla að kynna fyrir Gróttufólki en hann hefur þjálfað nær alla flokka Gróttu undanfarin 20 ár. Að auk er hann silfurmerkjahafi félagsins og hefur leikið 144 leiki fyrir meistaraflokk Gróttu.
Davíð Örn er 38 ára gamall, grunnskólakennari með mastersgráðu í mannauðsstjórnun og vinnur í dag sem mannauðsfulltrúi Hópabíla.
Kári Garðarsson aðalþjálfari meistaraflokks er í skýjunum með þessar fréttir. „Þetta eru frábær tíðindi enda hefur samstarf okkar gengið farsællega undanfarin misseri. Það er gaman að þjálfa með Davíð enda skín eldmóðurinn af honum.“