Markvörðurinn Soffía Helen Sölvadóttir hefur skrifað undir sinn fyrsta leikmannasamning við Handknattleiksdeild Gróttu. Soffía er 15 ára gömul og leikur sem markvörður. Hún hefur undanfarin misseri verið valin í öll yngri landslið kvenna og nú nýverið í U16 ára landsliðið.
Soffía hefur leikið alla leiki með 4.flokki og 3.flokki kvenna núna í vetur og staðið sig vel. Báðir flokkar leika í 1.deild Íslandsmótsins.
Það verður spennandi að sjá Soffíu halda áfram að bæta sig og eflast á næstu misserum.
Á myndinni má sjá Soffíu Helen með Júlíusi Þóri þjálfara meistaraflokks kvenna.






