Skip to content

Nýir erlendir þjálfarar

Fimleikadeild Gróttu hefur ráðið fimm erlenda þjálfara til starfa. Þjálfararnir eru frábær viðbót við öfluga liðsheild hjá félaginu og hafa náð að aðlagast hratt og vel að starfinu og iðkendum.

Elsa Garcia er 33 ára og kemur frá Mexíkó. Hún er fyrrum landsliðskona Mexíkó í áhaldafimleikum, var í landsliði Mexíkó frá 2000 til 2023 og á ferli sínum keppti hún bæði á Ólympíuleikum og á nokkrum heimsmeistaramótum. Elsa hefur unnið til 35 alþjóðlegra verðlauna og er ein af bestu áhaldafimleikakonum Mexíkó frá upphafi. 

Josiel er 23 ára bandaríkjamaður. Hann er bæði metnaðarfullur og áhugasamur þjálfari með yfir 6 ára reynslu. Hann hefur þjálfað alla aldurshópa, frá leikskólaaldri til keppnishópa á efri stigum. Josiel lauk tölvunarfræðinámi í vor og hefur sótt mörg þjálfaranámskeið.

Csaba er frá Ungverjalandi og hefur þjálfað fimleika í Noregi frá árinu 2016. Hann hefur reynslu af þjálfun bæði stúlkna og drengja í áhaldafimleikum, en hefur að auki verið aðstoðarþjálfari í hópfimleikum.

Gemma Mc Cormick er 22 ára og kemur frá Írlandi og hefur góða reynslu í þjálfun bæði frá Írlandi og Banaríkjunum þar sem hún hefur starfað í International Gymnastics Camp. Gemma er ein af fremstu fimleikakonum í Írlandi og á langan og farsælan feril í fimleikum þar í landi. Gemma mun þjálfa keppnishópa í áhaldafimleikum og líka grunnhópa í fimleikum.

David Dexter kemur frá Bandaríkjunum og býr yfir 8 ára reynslu í fimleikum. Hann hefur þjálfað breiðan hóp iðkenda, eða allt frá byrjendum og upp í afreksþjálfun. 

Við bjóðum þau öll hjartanlega velkomin til starfa hjá Gróttu þar sem þekking þeirra, reynsla og metnaður hefur þegar haft jákvæð áhrif á bæði iðkendur og starfið í heild sinni. 

 Við hlökkum til að sjá árangurinn af starfi þeirra á komandi misserum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar