Skip to content

Þjálfarafundur fimleikadeildar

Það var líf og fjör á fyrsta þjálfarafundi annarinnar hjá Fimleikadeild Gróttu þar sem um 40 þjálfarar félagsins komu saman í september. Anna Steinssen frá KVAN heillaði hópinn með bæði fræðandi og skemmtilegum fyrirlestri um jákvæð samskipti og samskipti á milli kynslóða. Axel Bragason, sjúkraþjálfari og einn reynslumesti fimleikaþjálfari deildarinnar, tók svo við keflinu og fór yfir leiðbeiningar og áherslur í þjálfun, æskilegri framkomu við iðkendur, hvernig bregðast skuli við meiðslum eða slysum í salnum, ásamt mörgu öðru. Að lokum var farið yfir og sammælst um góðar venjur sem þjálfarar Fimleikadeildarinnar munu að tileinka sér og vinna eftir. Fundurinn og fræðslan fór vel í þjálfarahópinn sem gaf starfinu  táknræna fimmu eins og sjá má á myndunum.

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar