Skip to content

Grótta semur við Spiideo

Handknattleiksdeild Gróttu hefur samið við sænska vefútsendingafyrirtækið Spiideo til næstu þriggja ára. Samningurinn felur í sér upptöku og streymi á öllum heimaleikjum meistaraflokka og yngri flokka. Auk þess að streyma leikjunum geta þjálfarar deildarinnar notað upptökurnar til þjálfunar sinna flokka.

Segja má að þetta sér bylting fyrir Gróttu og gaman að geta boðið áhorfendum og ekki síst okkar iðkendum og þjálfurum upp á hágæða upptökur á heimaleikjum.

Til að byrja með mun hver útsending kosta 5 evrur og þurfa notendur að skrá sig inn í fyrsta skipti sem þeir horfa á leiki.

Allir hlekkir á alla heimaleiki Gróttu munu koma inn á heimasíðu Gróttu á þessa síðu: grotta.is/handknattleiksdeild/handboltaleikir

Hægt er að deila fréttinni, senda með tölvupósti og/eða prenta út hér fyrir neðan.

Facebook
Twitter
Email
Print

Helstu upplýsingar

Aðalsími Gróttu 561-1133
Skrifstofa Gróttu opin virka daga
frá kl. 13:00 – 16:00
grotta@grotta.is

Fréttaflokkar