Fyrir glæsilegan sigurleik meistaraflokks karla í knattspyrnu á Vestra var samningur Gróttu við Errea framlengdur til næstu fjögurra ára. Þetta þýðir að allir iðkendur fimleika-, handknattleiks- og knattspyrnudeildar klæðast áfram búningum frá Errea næstu árin.
Continue readingMargrét Rán að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki
Margrét Rán, leikmaður 3. flokks, spilaði sinn fyrsta leik í Íslandsmóti með meistaraflokki í kvöld, í 5-0 sigri Gróttu á Hvíta Riddaranum! Margrét kom inná á 62’ mínútu og sýndi Mosfellingum í tvo heimana.
Continue readingFjöldamet slegið í Knattspyrnuskóla Gróttu
Knattspyrnuskóli Gróttu hefur verið starfræktur samfellt frá árinu 1986 og hlotið gæðavottun KSÍ ár eftir ár. Iðkendur í skólanum eru bæði krakkar sem hafa æft lengi og einnig krakkar sem eru að prófa fótbolta í fyrsta skipti, og lögð er áhersla á að kenna fótbolta í gegnum skemmtilega leiki og æfingar.
Continue readingPétur Theódór valinn leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla
Pétur Theódór, leikmaður meistaraflokks karla, var valinn leikmaður umferðarinnar í 2. deild karla. Pétur skoraði 2 mörk í 3-2 sigri á Vestra síðasta þriðjudag.
Continue readingMeistaraflokkur karla með mikilvægan sigur í toppbaráttunni
Mikil fagnaðarlæti brutust út á Vivaldivellinum í kvöld þegar meistaraflokkur karla sigraði Vestra 3-2 í toppslag 2. deildar!
Continue reading4. flokkur kvenna á Danacup í júlí
Þann 22. júlí hélt 4. flokkur kvenna til Danmerkur til þess að taka þátt í fjölmennasta móti sem haldið er í Evrópu. Galvaskir 32 leikmenn flugu út til Billund ásamt þjálfurum og farastjórum. Þaðan var svo farið með rútu til Hjorring þar sem mótið er haldið. Því má segja að þetta hafi verið dá gott ferðalag þennan daginn.
Continue readingSíðari ensku knattspyrnu akademíunni lokið og þar með dvöl Chris Brazell
Þá er síðari ensku knattspyrnu akademíunni lokið, og dvöl akademíuþjálfarans Chris Brazell að ljúka hér á landi. Síðari akademían var fyrir krakka fædda 2002-2004, og gekk hún mjög vel. Bæði var æft á Vivaldivellinum og einnig kíkt á sparkvöllinn við Mýrarhúsaskóla til að hafa fjölbreytni í æfingunum.
Continue readingFyrsti meistaraflokksleikur Gríms Inga og Orra Steins
Orri Steinn og Grímur Ingi spiluðu sinn fyrsta meistaraflokks leik áðan, en þeir leika jafnan saman í 3. flokki.
Continue readingGrótta með 8 lið á Arion banka móti Víkings
Það var ekki bara nóg að gera hjá Gróttu á Austurlandi um helgina. Á höfuðborgarsvæðinu var 7. og 8. flokkur kvenna ásamt 8. flokki karla á skotskónum, 7. og 6. flokkur karla keppti á Sauðárkróki á Króksmótinu og 5. flokkur karla lék á Selfossi á ÓB mótinu, en meira um það síðar.
Continue readingOrri Steinn aftur á skotskónum með U15
Orri Steinn var aftur á skotskónum með U15 ára landsliðinu, en leikið var við Hong Kong á Njarðtaksvelli í gær. Eins og fyrr var fjallað um var Orri í byrjunarliði landsliðsins á laugardaginn, en í leiknum í gær kom hann inn á í hálfleik.
Continue reading