Nanna Guðmundsdóttir íþróttakona Gróttu 2021

Nanna Guðmundsdóttir er íþróttakona Gróttu árið 2021. 
Úr umsögn Fimleikadeildar um Nönnu. Nanna Guðmundsdóttir er í hópi fremstu áhaldafimleikakvenna landsins og hefur lagt mikið á sig til komast á þann stað sem hún er á í dag.  Nanna varð Íslandsmeistari í fjölþraut á Íslandsmótinu sem var haldið í mars. Þetta var hennar fyrsti Íslandsmeistaratitilll í fjölþraut í kvennaflokki. Nanna var valin í úrvalshóp kvenna hjá FSÍ árið 2021. Nanna var í landsliði Íslands á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem var haldið í Sviss dagana 21. – 25. apríl. Nanna var með besta árangur Íslenskra landsliðsins í fjölþraut og hæstu stig sem íslensk fimleikakona fékk á árinu. Hún fékk samtals 47,032 stig sem að eru hæstu stig sem hún hefur fengið í fjölþraut. Hennar besti árangur var á gólfi þar sem hún varð í 40. sæti af 91 keppanda.

Hún var í landsliði Íslands á Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem var haldið í Japan dagana 18. – 24. október. Hún var efst íslenskra kvenna á einstökum áhöldum, en hún skoraði 12.000 stig á gólfi og fékk hrós frá yfirdómara á gólfi fyrir „perfect artistry“. Hún varð í 39. sæti af alls 82 keppendum. 


Við fórum þá leið í ár að framleiða myndbönd um verðlaunahafa í stað þess að hafa athöfn. Sérstakar þakkir fá Fjalar Sigurðarson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Jói B (Audioland.is) fyrir óeigingjarnt framlag til myndbandagerðarinnar. 

Skráning í stubbafimi vorönn 2022 hefst 1. desember

Skráning í stubbafimi vorönn 2022 hefst 1. desember inn á vefverslun sportabler https://www.sportabler.com/shop/grotta/

Stubbafimi er ætluð yngstu iðkendunum.

Áhersla lögð á grundvallarhreyfigetu og líkamsvitund með fjölbreyttum æfingum.

Markmiðið er að vekja áhuga á fimleikum, byggja upp góðan grunn fyrir áframhaldandi fimleikaiðkun, kenna jákvæðan aga og reglur sem gilda í salnum.

Kennt er á laugardagsmorgnum:
Iðkendur fæddir 2019 eru kl. 08:50 – 09:40.
Iðkendur fæddir 2018 eru kl. 09:50 – 10:40.
Iðkendur fæddir 2017 eru kl. 10:50 – 11:40.

Fyrsti stubbatími vorannar verður laugardaginn 8. janúar og sá síðasti 30. apríl.

Fyrirkomulagið er á þann hátt að börn fædd 2019 eru með foreldri á æfingu en iðkendur fæddir 2018 og 2017 æfa án foreldra í tímunum.

Heimaæfingar og þátttökukeppni

Iðkendur í grunnhópum eiga hrós skilið fyrir þátttöku í heimaæfingum í samkomubanninu. Þann 4. maí voru 10 vinningshafar dregnir út í þátttökukeppni grunnhópa í heimaæfingum. Keppnin virkaði þannig að þegar iðkandinn kláraði heimaæfingu, skráði hann nafnið sitt í heimæfinga skjal hópsins þá fór nafnið hans í lukkupott. Því oftar sem iðkandinn tók þátt í heimaæfingu því líklegra var að hann yrði dreginn út. Keppnin byrjaði 14. apríl og stóð til 4. maí.

Heimaæfingar með fimleikadeild Gróttu

Síðasta heimaæfingavikan og við hlökkum mikið til að komast aftur í salinn þann 4. maí. Keppnishóparnir í áhaldafimleikum hafa æft af kappi heima og úti undir berum himni.

Sindri Diego heiti ég og ég ætla að sýna ykkur nokkrar æfingar í dag. Vona að sem flestir taki þátt og svitni smá. Gott að hafa mjúkt undirlag, stól, handklæði eða sippuband og kodda.

Fleiri æfingar er að finna á Facebook síðu Fimleikadeildar Gróttu hér.