Á síðasta aðalstjórnarfundi Gróttu sem fram fór í upphafi maímánaðar samþykkti stjórn félagsins endurskoðaðar viðbragðs- og aðgerðaráætlanir gegn áreitni, einelti og ofbeldi.
Halda áfram að lesaSex stiga helgi hjá meistaraflokkunum
Meistaraflokkar karla og kvenna spiluðu bæði um helgina og nældu sér í þrjú stig hvort.
Halda áfram að lesaArnar Daði tekur við Gróttu og Daði Laxdal framlengir!
Arnar Daði Arnarsson var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í handbolta hjá félaginu til næstu þriggja ára. Einnig var framlengdur samningur við Daða Laxdal sem er Gróttu-fólki vel kunnugur.
Halda áfram að lesaUngar og efnilegar framlengja við Gróttu
Um daginn skrifuðu Rut Bernódusdóttir og Valgerður Helga Ísaksdóttir undir nýjan tveggja ára samning við Gróttu.
Það er mikið ánægju efni fyrir deildina þegar uppaldir leikmenn framlengja samninga sína við félagið. Rut og Valgerður eru enn gjaldgengar í 3.flokk félagsins og má búast við miklu af þeim á næstu tveimur árum en þeim er ætlað stórt hlutverk í þeirri uppbyggingu sem er í gangi hjá meistaraflokki kvenna.
Á myndinni má sjá Davíð Örn annan þjálfara liðsins handsala samninginn
6.flokkur kvenna fékk silfur
Yngra árið í 6.flokki kvenna spilaði á síðasta mótinu sínu í vetur um helgina upp í Valsheimili.
Grótta 1 gerði sér lítið fyrir og endaði í 2.sæti á Íslandsmótinu eftir veturinn og Grótta 2 í 14.sæti. Frábær árangur hjá þessum ungu stelpum.
Flottar og efnilegar Gróttustelpur sem hafa staðið sig vel í vetur.
Meistaraflokkur kvenna áfram í Mjólkurbikarnum
Meistaraflokkur kvenna hóf formlega fótboltasumarið með 7-0 sigri á Leikni R. í Mjólkurbikarnum fyrr í kvöld!
Halda áfram að lesaHandbolti – Sumarstarf 2019
Handknattleiksdeild Gróttu verður, líkt og síðustu ár með öflugt sumarstarf fyrir börn og unglinga.
Halda áfram að lesa3. flokkur karla áfram í bikar eftir 9-1 sigur gegn ÍBV
3. flokkur karla hélt til Vestmannaeyja snemma á laugardaginn og keppti við ÍBV í bikarnum. Leikurinn endaði 9-1 fyrir Gróttu og því þrjú stig tekin með heim í Herjólf. Halldór Orri skoraði fjögur mörk, Ingi Hrafn tvö og Ómar, Eðvald og Hannes voru allir með eitt mark hvor. Glæsilegur sigur hjá strákunum.
Fimleikadeildin flytur í nýjan fimleikasal
Það eru mikil gleðitíðindi sem berast úr herbúðum Gróttu nú um þessar mundir en fimleikadeild félagsins flutti loks búnað sinn inn í nýjan og glæsilegan fimleikasal í gærkvöldi. Gert er ráð fyrir að starfsemi deildarinnar hefjist í nýjum sal á mánudag. Nú eru tvö keppnistímabil að baki þar sem beðið hefur verið eftir þessari glæsilegu aðstöðu sem mun vonandi lyfta starfi deildarinnar í nýjar hæðir.
Halda áfram að lesaFimleika- og leikjaskóli Gróttu sumarið 2019
Fimleikadeildin verður með fimleika- og leikjaskóla fyrir 6-9 ára krakka (f.2010-2013) í sumar.
Námskeiðin verða frá kl. 9:00 – 16:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn. Fyrir hádegi verður farið í fimleika frá kl. 09:00 – 12:00 með smá nestispásu kl. 10:30 og eftir hádegi verður farið í ýmsa leiki bæði úti og inni. Boðið verður upp á gæslu frá kl. 08:30 – 09:00.
Í fimleikunum verða börnunum skipt í hópa eftir aldri og færni í fimleikaæfingum. Börnin eiga að mæta á námskeiðið með fimleikafatnað með sér og klædd eftir veðri. Þau þurfa að hafa með sér kjarngott nesti yfir daginn.
Umsjón með námskeiðunum hefur Ólöf Línberg Kristjánsdóttir íþróttafræðingur og þjálfari fimleikadeildarinnar.
Námskeiðin eru sem hér segir:
- 11. – 14. júní
- 18. – 21. júní
- 24. – 28. júní
- 1. – 5. júlí
- 8. – 12. júlí
- 6. – 9. ágúst
- 12. – 16. ágúst
Námskeiðsgjald fyrir hverja viku (5 daga) er 17.000 kr. Veittur er 10% systkinaafsláttur.
Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningakerfi Gróttu, Nóra https://grotta.felog.is/.
Vinsamlega athugið að takmarkað pláss er á námskeiðunum, en ef að færri en 12 krakkar skrá sig á námskeið þá verður viðkomandi námskeið fellt niður.