Lokahóf meistaraflokka Gróttu

Laugardaginn 14.maí fór fram lokahóf meistaraflokka Gróttu í handbolta. Þar komu leikmenn, þjálfarar, stjórn og sjálfboðaliðar og fögnuðu góðu tímabili.Á lokahófinu voru þeir leikmenn verðlaunaðir sem þóttu skara fram úr í vetur.

Meistaraflokkur kvenna

Efnilegasti leikmaður – Lilja Hrund Stefánsdóttir
Mikilvægasti leikmaður – Valgerður Helga Ísaksdóttir
Besti leikmaður – Rut Bernódusdóttir

______________________

Meistaraflokkur karla

Mikilvægasti leikmaður – Andri Þór Helgason
Mikilvægasti leikmaður – Einar Baldvin Baldvinsson
Besti leikmaður – Birgir Steinn Jónsson

______________________

Ungmennalið karla

Mikilvægasti leikmaður – Oliver Magnússon
Besti leikmaður – Daníel Andri Valtýsson

______________________

Því næst voru leikmenn heiðraðir sem höfðu leikið 50 leiki fyrir Gróttu. Það voru þau:

Anna Katrín Stefánsdóttir
Ari Pétur Eiríksson
Hrafnhildur Hekla Grímsdóttir
Jakob Ingi Stefánsson
Katrín Anna Ásmundsdóttir
Valgerður Helga Ísaksdóttir

Þeir leikmenn sem voru verðlaunaðir fyrir 100 leiki fyrir Gróttu voru:

Guðrún Þorláksdóttir
Soffía Steingrímsdóttir

________________________

Að lokum var þjálfarateymi meistaraflokks kvenna þakkað fyrir sín störf undanfarin ár; Davíð Örn Hlöðversson og Kári Garðarsson.

Við óskum þessum verðlaunahöfum til hamingju og hlökkum til að sjá þá og liðin okkar aftur í haust í Olísdeildinni, Grill 66-deildinni og 2.deild karla.

Íþróttamaður Grótta myndbandið – bakvið tjöldin

Við fórum þá leið í ár að framleiða myndbönd um verðlaunahafa í stað þess að hafa athöfn.

Við boðuðum tilnefnda og vinningshafa í myndatöku hjá Eyjólfi Garðarssyni fimmtudaginn 6 janúar og myndbands upptökur með siguvegurum fóru fram fyrstu helgina eftir undir styrkri stjórn Fjalars Sigurðarsonar.  

Eftirtaldir aðilar lögðu fram krafta sína í myndbands gerðina og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. 
Þulur: Lilja Nótt Þórarinsdóttir 
Hljóðsetning: Jói B/Audioland.is
Klipping: Ástrós Lind
Grafík: Elsa Nielsen
Ljósmyndir: Eyjólfur Garðarsson
Handknattleiksefni: Kári Garðarsson og Arnar Daði Arnarsson
Fimleikaefni: Fimleikasamband Íslands
Ýmsar reddingar: Lilja Nótt Þórarinsdóttir
Framleiðendur: Gunnlaugur Jónsson & Fjalar Sigurðarson

Eyjólfur ljósmyndari var mættur laugardaginn 8 janúar þegar upptökur fóru fram á myndbandinu og fangaði stemmninguna. 

Fjalar Sigurðarsson við upptökur
Nanna Guðmundsdóttir íþróttakona Gróttu 2021
Kjartan Kári íþróttamaður æskunnar
Verðlaunagripirnir

Arnar Daði þjálfari ársins
Pétur Theodór íþróttamaður Gróttu árið 2021
Hér er myndbandið í fullri lengd

Nanna Guðmundsdóttir íþróttakona Gróttu 2021

Nanna Guðmundsdóttir er íþróttakona Gróttu árið 2021. 
Úr umsögn Fimleikadeildar um Nönnu. Nanna Guðmundsdóttir er í hópi fremstu áhaldafimleikakvenna landsins og hefur lagt mikið á sig til komast á þann stað sem hún er á í dag.  Nanna varð Íslandsmeistari í fjölþraut á Íslandsmótinu sem var haldið í mars. Þetta var hennar fyrsti Íslandsmeistaratitilll í fjölþraut í kvennaflokki. Nanna var valin í úrvalshóp kvenna hjá FSÍ árið 2021. Nanna var í landsliði Íslands á Evrópumótinu í áhaldafimleikum sem var haldið í Sviss dagana 21. – 25. apríl. Nanna var með besta árangur Íslenskra landsliðsins í fjölþraut og hæstu stig sem íslensk fimleikakona fékk á árinu. Hún fékk samtals 47,032 stig sem að eru hæstu stig sem hún hefur fengið í fjölþraut. Hennar besti árangur var á gólfi þar sem hún varð í 40. sæti af 91 keppanda.

Hún var í landsliði Íslands á Heimsmeistaramótinu í áhaldafimleikum sem var haldið í Japan dagana 18. – 24. október. Hún var efst íslenskra kvenna á einstökum áhöldum, en hún skoraði 12.000 stig á gólfi og fékk hrós frá yfirdómara á gólfi fyrir „perfect artistry“. Hún varð í 39. sæti af alls 82 keppendum. 


Við fórum þá leið í ár að framleiða myndbönd um verðlaunahafa í stað þess að hafa athöfn. Sérstakar þakkir fá Fjalar Sigurðarson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir og Jói B (Audioland.is) fyrir óeigingjarnt framlag til myndbandagerðarinnar. 

Heimaæfingar og þátttökukeppni

Iðkendur í grunnhópum eiga hrós skilið fyrir þátttöku í heimaæfingum í samkomubanninu. Þann 4. maí voru 10 vinningshafar dregnir út í þátttökukeppni grunnhópa í heimaæfingum. Keppnin virkaði þannig að þegar iðkandinn kláraði heimaæfingu, skráði hann nafnið sitt í heimæfinga skjal hópsins þá fór nafnið hans í lukkupott. Því oftar sem iðkandinn tók þátt í heimaæfingu því líklegra var að hann yrði dreginn út. Keppnin byrjaði 14. apríl og stóð til 4. maí.