Fanney Hauksdóttir íþróttamaður Seltjarnarness

Kjör Íþróttamanns- og konu Seltjarnarness fór fram þriðjudaginn 17. febrúar að viðstöddu fjölmenni í Félagsheimili Seltjarnarness. Kjörið fór fram í 24. skiptið en það var fyrst haldið 1993. Kjörið er í umsjón Íþrótta- og tómstundanefndar Seltjarnarness, sem vill með kjörinu vegja athygli á gildi íþrótta og stuðla enn frekar að öflugu íþrótta- og tómstundalífi á Seltjarnarnesi.

Einnig voru veitt verðlaun til landsliðsfólks, ungs og efnilegs íþróttafólks, Íslandsmeistara auk þess sem veitt voru voru sérstök verðlaun fyrir félagsmálafrömuði á Seltjarnarnesi.

Fanney Hauksdóttir – Íþróttakona Seltjarnarness

Fanny hefur átt stórkorstlegt ár. Hún byrjaði árið á því að bæta Íslands- og Norðurlandamet í -63 kg flokki á heimsmeistaramótinu í bekkpressu með búnaði í Danmörku í apríl þar sem hún lyfti 152,5 kg.

Í maí varð hún heimsmeistari í klassískri bekkpressu (án búnaðar) í -63 kg flokki í Suður Afríku þar sem hún bætti sitt eigið Íslandsmet og lyfti 105 kg.

Í október bætti hún svo aftur Íslandsmet sitt í bekkpressu á Íslandsmeistaramótinu í klassískum lyftingum á heimavelli á Nesinu þegar hún lyfti 108kg og varð Íslandsmeistari í 63 kg flokki.

5. flokkur kvenna yngri í handbolta sem urðu Íslandsmeistarar árið 2016
Hluti meistaraflokks kvenna sem varð Íslandsmeistari í handbolta árið 2016

Grótta sigurvegari á UMSK-mótinu

Um seinustu helgi fór fram UMSK-mót karla í Digranesi í Kópavogi. Grótta mætti þar HK, Stjörnunni og gestaliði Víkings. Það er skemmst frá því að segja að allir leikirnir unnust og stóðu okkar strákar þess vegna uppi sem sigurvegarar í þessu æfingamóti. Það var Finnur Ingi sem hóf bikarinn á loft í fjarveru Árna Benedikts sem meiddist í leiknum gegn HK á föstudeginum.

Continue reading

Fimleikadeild Gróttu – Frábær árangur 2014-15

Fimleikadeildin veitti í dag iðkendum í áhaldafimleikum sem að náðu þrepinu sínu í vetur og verðlaunahöfum á Íslandsmótum viðurkenningu fyrir góðan árangur. Tuttuguogfimm Gróttustúlkur náðu þrepinu sínu í Fimleikastiganum á þessu keppnistímabili og færast upp um þrep næsta haust. Sex þeirra komust á verðlaunapall á Íslandsmóti í þrepum og tveir Íslandsmeistaratitlar komu í hús, í 5. þrepi og frjálsum æfingum unglinga. Frábær árangur hjá stúlkunum og þjálfurum þeirra í vetur. Við óskum þeim öllum til hamingju með árangurinn og góðs gengis í næsta þrepi Fimleikastigans og í næstu verkefnum.

Þeir sem að náðu þrepi á keppnistímabilinu 2014-2015

  1. þrep: Elín Birna Hallgrímsdóttir.
  2. þrep: Laufey Birna Jóhannsdóttir, Sóley Guðmundsdóttir, Sunna Kristín Gísladóttir og Þórunn Anna Almarsdóttir.
  3. þrep: Bríet Bjarnadóttir, Fjóla Guðrún Viðarsdóttir og Katrín Aradóttir.
  4. þrep: Ásta Hlíf Harðardóttir, Saga Óskarsdóttir, Selma Katrín Ragnarsdóttir, Silja Björk Ægisdóttir og Teresa Nukun Steingrímsdóttir.
  5. þrep: Birna Kristín Einarsdóttir, Hanna María Hannesdóttir, Hildur Arnaldsdóttir, Ingibjörg Steinunn Einarsdóttir, Lilja Hugrún Pétursdóttir, Lydía Líf Reynisdóttir, María Bjarkar Jónsdóttir, Ragnheiður Ugla Gautsdóttir, Ragnheiður Vala Höskuldsdóttir, Sigurlína Sól Valþórsdóttir og Tanja Rut Rúnarsdóttir.

Íslandsmeistari unglinga í frjálsum æfingum:

Nanna Guðmundsdóttir

Íslandmeistari í 5. þrepi:

Ragnheiður Ugla Gautsdóttir

Verðlaunasæti í aldursflokkum á Íslandsmóti í þrepum:

Bríet Bjarnadóttir 1. sæti í 3. þrepi 12 ára

Hildur Arnaldsdóttir 1. sæti í 5. þrepi 12 ára

Katrín Aradóttir 1. sæti í 3. þrepi 11 ára

Sunna Kristín Gísladóttir í 2. sæti í 2. þrepi 12 ára og yngri

Teresa Nukun Steingrímsdóttir 1. sæti í 4. þrepi 12 ára