Fimm drengir úr 3. flokki á U16 úrtaksæfingum

Þeir Hannes Ísberg, Orri Steinn, Kjartan Kári, Krummi Kaldal og Grímur Ingi úr 3. flokki karla tóku þátt í U16 úrtaksæfingum KSÍ um helgina.

Þetta er glæsilegur árangur, en gaman er að segja frá því að Grótta er með þriðju flestu leikmennina í úrtakinu.

Aðeins Breiðablik og Stjarnan eru með fleiri leikmenn en Grótta í þessu úrtaki.

Á myndinni að ofan vantar Hannes, en hann meiddist í gær.

Fimm leikmenn á hæfileikamóti N1 og KSÍ

Hæfileika mót N1 og KSÍ fór fram um helgina og síðustu helgi. Fyrri helgina voru drengir og þá síðari stúlkur. Grótta átti fimm fulltrúa á hæfileikamótunum, en það voru þau Lilja Lív, Rakel Lóa, Tinna Brá, Ragnar Björn og Orri Steinn. Krökkunum var skipt í landslið sem kepptu gegn hvoru öðru báða dagana. Þau fengu einnig fyrirlestur um mataræði, hvíld og meiðsli. Mótin voru undirbúningur fyrir val á U15 sem hefur æfingar í október.
Til hamingju krakkar!

Einnig er gaman að segja frá því að Magnús Örn Helgason var að þjálfa á hæfileikamótinu núna um helgina!