Þráin Orri Jónsson framlengir

Þráinn Orri Jónsson hefur framlengt samning sinn við Handknattleiksdeild Gróttu til tveggja ára. Þráinn er 23 ára gamall leikmaður sem hefur alla sína tíð leikið með Gróttu. Þráinn vakti gríðarlega eftirtekt í vetur fyrir afbragðsgóðan varnarleik og var Þráinn lykilleikmaður liðsins á afstaðinni leiktíð.

Continue reading

Aron Dagur Pálsson framlengir

Aron Dagur Pálsson framlengdi samning sinn við handknattleiksdeild Gróttu um eitt ár. Aron Dagur er 19 ára leikstjórnandi sem getur einnig leyst stöðu vinstri skyttu. Síðasta vetur spilaði Aron Dagur mikilvægt hlutverk sem skilaði liðinu 5. sæti í deild og 2. sæti í bikar.

Continue reading

30 ára afmæli fimleikadeildar Gróttu

Í tilefni af 30 ára afmæli fimleikadeildar Gróttu verður haldin afmælissýning laugardaginn 28. maí þar sem iðkendur fimleikadeildarinnar sýna listir sínar. Farið verður yfir sögu deildarinnar í máli og myndum og boðið verður upp á afmæliskaffi í lok sýningar.

Continue reading

Kæru stuðningsmenn Gróttu

Á morgun, föstudag leikur kvennalið Gróttu þriðja leik sinn í úrslitaeinvígi gegn Stjörnunni. Eins og Gróttufólk og Seltirningar vita þá er staðan 2-0 fyrir Gróttu og getur liðið með sigri í leiknum tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð.

Continue reading

7. flokkur á Norðurálsmótið

7. flokkur karla tók þátt á hinu margfræga Skagamóti um liðna helgi. Þar voru mættir til leiks rúmlega 1.500 strákar frá öllum landshornum til að spila fótbolta og skemmta sér með liðsfélögum og fjölskyldu. Eins og sjá má á þessum myndum var stemningin hjá Gróttuhópnum góð og spilamennskan ekki síðri, sérstaklega þegar leið á mótið og Gróttustrákarnir voru farnir að venjast grasinu og 7-manna boltanum en yfirleitt er leikinn 5-manna bolti í allra yngstu flokkunum. Þetta eru framtíðarleikmenn Gróttu og geta þjálfararnir Bjarki Már og Bjössi verið ánægðir með starf sitt með drengjunum.