Íris Björk Símonardóttir er íþróttakona Seltjarnaness. Íris Björk er fædd árið 1987 og er uppalin með Gróttu, var markmaður liðsins upp í meistaraflokk og varð Íslands-og bikarmeistari með félaginu 2015 og 2016.
Continue reading6. flokkur karla á Njarðvíkurmótinu og með bikar heim
6. flokkur karla skellti sér á Njarðvíkurmótið síðustu helgi. Grótta tefldi fram 5 liðum á mótinu en spilað var í Reykjaneshöllinni. Fallegur fótbolti og leikgleði var fremst í flokki og allir leikmenn stóðu sig með prýði. Lið Gróttu í Ensku-deildinni gerði sér svo lítið fyrir og vann sína deild á mótinu 👏🏼🏆
7. flokkur kvenna á fótboltamóti HK og Auðar
Rakel Lóa á úrtaksæfingum U16 ára landsliðsins
Gróttukonan Rakel Lóa Brynjarsdóttir er í hóp U16 ára kvennalandsliðsins sem æfði saman 29.-31. janúar undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar. Rakel er á á sextánda ári og því á eldra ári í 3. flokki en æfir alfarið með meistaraflokki Gróttu. Rakel er mjög efnileg knattspyrnukona sem er búin að stimpla sig vel inn í meistaraflokkinn.
Tinna Brá á úrtaksæfingum U17 ára landsliðsins
Gróttukonan Tinna Brá er í hóp U17 kvenna sem æfir saman dagana 22.-24. janúar. Tinna Brá er á eldra ári í 3. flokki en æfir einnig og spilar með meistaraflokki kvenna. Tinna Brá er gríðarlega efnilegur markmaður sem vann m.a. það afrek að vera fyrsta landsliðskona Gróttu þegar hún lék með U15 ára landsliðinu í Víetnam s.l. sumar.
Mfl. kk í æfingaferð á Spáni
Meistaraflokkur karla er þessa dagana staddur í æfingar ferð á Albir á Spáni. Ferðin er hluti af undirbúningi liðsins fyrir baráttuna sem framundan er um laust sæti í Olís deildinni.
Continue readingÞóra Hlíf tekur fram handboltaskónna
Eftir margra ára hlé frá handboltaiðkun hefur fyrrverandi landsliðsmarkmaðurinn ákveðið að taka fram skóna á ný. Þóra Hlíf Jónsdóttir er uppalin í Gróttu en lék síðast með Gróttu árið 2002 og Val árið 2005. Eftir það ákvað hún að leggja skóna á hilluna.
Continue readingSesselja fimleikaþjálfari ársins á Íslandi
Uppskeruhátið Fimleikasambands Íslands fór fram í húsakynnum FSÍ í Laugardag í gær. Við það tækifæri eru þeim sem skarað hafa fram úr í íslenska fimleikaheiminum á yfirstandandi ári veittar viðurkenningar. Sesselja Hannele Järvelä, yfirþjálfari áhaldafimleika hjá Gróttu, hlaut viðurkenningu sem þjálfari ársins.
Continue readingÍþróttakona Gróttu – Nanna Guðmundsdóttir
Kjör Íþróttamanns- og konu Gróttu fór fram við hátíðlega athöfn í hátíðarsalnum í gær. Svo fór að okkar eina sanna Nanna Guðmundsdóttir var valin íþróttakona Gróttu.
Continue readingGrímur Ingi og Orri Steinn á leið til Hvíta Rússlands með U17
Gróttumennirnir Orri Steinn Óskarsson og Grímur Ingi Jakobsson eru í hóp U17 karla sem tekur þátt í móti í Hvíta Rússlandi í lok janúar. Ísland er í riðli með Georgíu, Tadsíkistan og Ísrael á mótinu. Knattspyrnudeild Gróttu óskar drengjunum innilega til hamingju með valið. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í Hvíta Rússlandi!