6. flokkur karla á Njarðvíkurmótinu og með bikar heim

6. flokkur karla skellti sér á Njarðvíkurmótið síðustu helgi. Grótta tefldi fram 5 liðum á mótinu en spilað var í Reykjaneshöllinni. Fallegur fótbolti og leikgleði var fremst í flokki og allir leikmenn stóðu sig með prýði. Lið Gróttu í Ensku-deildinni gerði sér svo lítið fyrir og vann sína deild á mótinu 👏🏼🏆

Rakel Lóa á úrtaksæfingum U16 ára landsliðsins

Gróttukonan Rakel Lóa Brynjarsdóttir er í hóp U16 ára kvennalandsliðsins sem æfði saman 29.-31. janúar undir stjórn Jörundar Áka Sveinssonar. Rakel er á á sextánda ári og því á eldra ári í 3. flokki en æfir alfarið með meistaraflokki Gróttu. Rakel er mjög efnileg knattspyrnukona sem er búin að stimpla sig vel inn í meistaraflokkinn.

Tinna Brá á úrtaksæfingum U17 ára landsliðsins

Gróttukonan Tinna Brá er í hóp U17 kvenna sem æfir saman dagana 22.-24. janúar. Tinna Brá er á eldra ári í 3. flokki en æfir einnig og spilar með meistaraflokki kvenna. Tinna Brá er gríðarlega efnilegur markmaður sem vann m.a. það afrek að vera fyrsta landsliðskona Gróttu þegar hún lék með U15 ára landsliðinu í Víetnam s.l. sumar.