Önnur vika handboltaskóla Gróttu kláraðist í dag með skemmtilegri HM keppni milli liða. Allir þjáfarar handboltaskólans fengu úthlutað landsliði og hófst skemmtileg keppni á milli liða.
Halda áfram að lesaVivaldi á Íslandi styrkir handboltann í Gróttu
Vivaldi Ísland og handknattleiksdeild Gróttu hafa skrifað undir undir 2ja ára styrktarsamning sín á milli sem mun gera Vivaldi að einum stærsta styrktaraðila deildarinnar.
Halda áfram að lesaHandboltaskólinn og afreksskólinn halda áfram!
Mánudaginn 10.ágúst hefst vika tvö af bæði handboltaskólanum og afreksskólanum. Fyrsta vikan fór vel af stað og var mikil þátttaka á báðum námskeiðunum. Ennþá er hægt að skrá börnin á þessi skemmtilegu námskeið þar sem flottar fyrirmyndir og reyndir þjálfarar þjálfa.
Halda áfram að lesaAndri Þór til Gróttu – Barion Bryggjan bætist í hóp styrktaraðila
Hornamaðurinn Andri Þór Helgason skrifaði í dag undir 2ja ára samning við Gróttu. Við sama tilefni skrifuðu handknattleiksdeild Gróttu og veitingastaðurinn Barion Bryggjan undir samstarfssamning sín á milli til næstu 3ja ára.
Halda áfram að lesaIndican skrifar undir samstarfssamning
Veitingastaðurinn Indican og Handknattleiksdeild Gróttu hafa skrifað undir samstarfssamning sín á milli.
Halda áfram að lesaÁgústa Huld til Gróttu
Ágústa Huld Gunnarsdóttir skrifaði í dag undir 2ja ára samning við handknattleiksdeild Gróttu. Ágústa er 20 ára gömul spilar sem miðjumaður og kemur frá HK þar sem hún er uppalin.
Halda áfram að lesaLokahóf meistaraflokka
Um helgina fór fram lokahóf meistaraflokka Gróttu í handbolta þar sem leikmenn, þjálfarar, stjórnarfólk og sjálfboðaliðar komu saman til að fagna keppnistímabilinu sem lauk skyndilega í mars vegna Covid-19.
Halda áfram að lesaBjarki og Ari framlengja
Uppöldu Gróttu-strákarnir Bjarki Daníel Þórarinsson og Ari Pétur Eiríksson hafa framlengt samninga sína við handknattleiksdeildina um 1 ár. Strákarnir sem urðu 18 ára á árinu eru báðir uppaldir hjá félaginu og því mikil ánægja með að náðst hafi að framlengja við þá.
Halda áfram að lesaFlatbakan áfram styrktaraðili handknattleiksdeildar Gróttu
Íslenska Flatbakan og Handknattleiksdeild Gróttu framlengdu í gær styrktarsamning sín á milli til næstu 2ja ára og verður Flatbakan því áfram einn af aðal styrktaraðilum deildarinnar.
Halda áfram að lesaHelga Guðrún framlengir
Hornamaðurinn Helga Guðrún Sigurðardóttir hefur framlengt samning sinn við Gróttu um 2 ár. Helga sem er 20 ára gömul og uppalin hjá félaginu spilaði á síðastliðnu keppnistímabili 15 leiki og skoraði í þeim 12 mörk í Gróttu-liðinu sem endaði í 4.sæti Grill-66 deildarinnar þegar tímabilinu var aflýst.
Halda áfram að lesa