Eldra ár 6. flokks karla skellti sér á Orkumótið í Eyjum dagana 23.-25. júní. Grótta fór með þrjú lið á mótið og skemmtu drengirnir sér gríðarlega vel í Vestmannaeyjum!
Halda áfram að lesa3. flokkur kvenna komnar í undanúrslit bikarsins
3. flokkur kvenna eru komnar áfram í undanúrslit bikarsins!!💪🏼🏆
Grótta/KR vann öruggan sigur á Fjölni í 8-liða úrslitum bikarsins í gær á KR-velli en leikurinn fór 5-1 fyrir heimastúlkum. Mörk Gróttu/KR skoruðu Katla Guðmundsdóttir (3), Helga Sif Bragadóttir og Rakel Grétarsdóttir ⚽️
Vel gert stelpur! 👊🏼

Þrír flokkar úr Gróttu á Norðurálsmótinu
Gróttustrákar úr 7. flokki karla skemmtu sér konunglega á hinu víðfræga Norðurálsmóti sem var haldið á Akranesi helgina 17-19. júní. Grótta fór með sex lið á mótið og stóðu drengirnir sig gríðarlega vel, innan sem utan vallar!
Halda áfram að lesa6. flokkur kvenna á ÓB móti Tindastóls
6. flokkur kvenna eyddi helginni 24.-26. júní á Sauðárkróki og kepptu stelpurnar þar á ÓB móti Tindastóls. Grótta fór með fimm lið á mótið og stóðu stelpurnar sig með prýði!
Halda áfram að lesaÞrjú á æfingum Hæfileikamótunar HSÍ
Í lok maí fór fram lokahluti Hæfileikamótunar HSÍ á þessu tímabili og fóru æfingar fram á Laugarvatni. Þrír fulltrúar frá okkur voru valdir á æfingarnar og voru þeir þessir:
Arnar Magnús Andrason
Arna Katrín Viggósdóttir
Sara Kristjánsdóttir
Við óskum þessum fulltrúm okkar hjartanlega til hamingju með valið !
Sex frá Gróttu í Handboltaskóla HSÍ
Helgina 20. – 22.maí síðastliðinn fór fram Handboltaskóli HSÍ var það í 27. sinn sem skólinn var haldinn. Um er að ræða fyrsta stig landsliða HSÍ og voru sex fulltrúa valdir frá Gróttu. Æfingarnar fóru fram í Kaplakrika í Hafnarfirði.
Frá Gróttu voru valin:
Aþena Mist Guðmundsdóttir
Edda Sigurðardóttir
Katrín Arna Andradóttir
Svandís Birgisdóttir
Birgir Davíðsson Scheving
Kristjón Þórðarson
Grótta óskar þessum sex leikmönnum til hamingju með valið og vonar að þetta sé upphafið að einhverju stærra hjá þeim.
Skólastjóri Handboltaskóla HSÍ er Jón Gunnlaugur Viggósson.
Aufí, Rebekka og Sara á æfingum í Hæfileikamótun KSÍ
6. flokkur karla og kvenna og 7. flokkur kvenna á TM móti Stjörnunnar
6. flokkur karla skellti sér á TM Stjörnunnar á sumardaginn fyrsta og helgina eftir á fylgdu 6. og 7. flokkur kvenna fast á eftir og tóku þátt í mótinu. Grótta fór með 14 lið á mótið í heild sinni, sex frá 6. flokki karla, fimm frá 6. flokki kvenna og þrjú frá 7. flokki kvenna. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel á fyrsta stórmóti sumarsins og stóðu sig með prýði eins og við var að búast!

Arna Katrín á leið til Osló
Á dögunum var valinn lokahópur stúlkna f. 2008 og 2009 sem fer á grunnskólaleika Höfuðborganna í Osló. Mótið fer fram 29.maí – 3.júní. Við eigum einn fulltrúa í hópnum en það er hún Arna Katrín Viggósdóttir. Til hamingju með valið !
Leikmannahópurinn lítur annars svona út:
Arna Sif Jónsdóttir, Valur
Arna Katrín Viggósdóttir, Grótta/KR
Ásdís Styrmisdóttir, Fram
Ester Elísabet Guðbjartsdóttir, Valur
Hrafnhildur Markúsdóttir, Valur
Laufey Helga Óskarsdóttir, Valur
Sigrún Erla Þórarinsdóttir, Valur
Silja Gunnarsdóttir, Fram
Sylvía Stefánsdóttir, Fram
Þóra Lind Guðmundsdóttir, Fram
Þjálfari liðsins er Sigríður Unnur Jónsdóttir.
Sjö stelpur í U15 ára landsliðinu
Um helgina fara fram æfingar hjá U15 ára landsliði kvenna. Við eigum hvorki fleiri né færri en sjö fulltrúa í hópnum að þessu sinni. Það eru þær:
Arndís Áslaug Grímsdóttir
Dóra Elísabet Gylfadóttir
Elísabet Ása Einarsdóttir
Embla Hjaltadóttir
Helga Sif Bragadóttir
Margrét Lára Jónasdóttir
Marta Sif Þórsdóttir
Við óskum stelpunum hjartanlega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á æfingunum undir stjórn landsliðsþjálfaranna, Díönu Guðjónsdóttur og Jóns Brynjars Björnssonar