Sex frá Gróttu í Handboltaskóla HSÍ

Helgina 20. – 22.maí síðastliðinn fór fram Handboltaskóli HSÍ var það í 27. sinn sem skólinn var haldinn. Um er að ræða fyrsta stig landsliða HSÍ og voru sex fulltrúa valdir frá Gróttu. Æfingarnar fóru fram í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Frá Gróttu voru valin:
Aþena Mist Guðmundsdóttir
Edda Sigurðardóttir
Katrín Arna Andradóttir
Svandís Birgisdóttir
Birgir Davíðsson Scheving
Kristjón Þórðarson

Grótta óskar þessum sex leikmönnum til hamingju með valið og vonar að þetta sé upphafið að einhverju stærra hjá þeim.

Skólastjóri Handboltaskóla HSÍ er Jón Gunnlaugur Viggósson.

6. flokkur karla og kvenna og 7. flokkur kvenna á TM móti Stjörnunnar

6. flokkur karla skellti sér á TM Stjörnunnar á sumardaginn fyrsta og helgina eftir á fylgdu 6. og 7. flokkur kvenna fast á eftir og tóku þátt í mótinu. Grótta fór með 14 lið á mótið í heild sinni, sex frá 6. flokki karla, fimm frá 6. flokki kvenna og þrjú frá 7. flokki kvenna. Krakkarnir skemmtu sér mjög vel á fyrsta stórmóti sumarsins og stóðu sig með prýði eins og við var að búast!

Arna Katrín á leið til Osló

Á dögunum var valinn lokahópur stúlkna f. 2008 og 2009 sem fer á grunnskólaleika Höfuðborganna í Osló. Mótið fer fram 29.maí – 3.júní. Við eigum einn fulltrúa í hópnum en það er hún Arna Katrín Viggósdóttir. Til hamingju með valið !

Leikmannahópurinn lítur annars svona út:

Arna Sif Jónsdóttir, Valur
Arna Katrín Viggósdóttir, Grótta/KR
Ásdís Styrmisdóttir, Fram
Ester Elísabet Guðbjartsdóttir, Valur
Hrafnhildur Markúsdóttir, Valur
Laufey Helga Óskarsdóttir, Valur
Sigrún Erla Þórarinsdóttir, Valur
Silja Gunnarsdóttir, Fram
Sylvía Stefánsdóttir, Fram
Þóra Lind Guðmundsdóttir, Fram

Þjálfari liðsins er Sigríður Unnur Jónsdóttir.

Sjö stelpur í U15 ára landsliðinu

Um helgina fara fram æfingar hjá U15 ára landsliði kvenna. Við eigum hvorki fleiri né færri en sjö fulltrúa í hópnum að þessu sinni. Það eru þær:

Arndís Áslaug Grímsdóttir
Dóra Elísabet Gylfadóttir
Elísabet Ása Einarsdóttir
Embla Hjaltadóttir
Helga Sif Bragadóttir
Margrét Lára Jónasdóttir
Marta Sif Þórsdóttir

Við óskum stelpunum hjartanlega til hamingju með valið og óskum þeim góðs gengis á æfingunum undir stjórn landsliðsþjálfaranna, Díönu Guðjónsdóttur og Jóns Brynjars Björnssonar

Katrín Anna og Katrín Scheving í U18

Þessa dagana æfir U18 ára landslið kvenna undir stjórn landsliðsþjálfaranna Ágústar Þórs Jóhannssonar og Árna Stefáns Guðjónssonar. Upphaflega var eingöngu einn fulltrúi frá Gróttu í hópnum, Katrín Anna Ásmundsdóttir sem hefur verið fastamanneskja í liðinu undanfarin ár. Núna hefur nafna hennar, Katrín Scheving einnig verið valin í hópinn. Við eigum því tvo fulltrúa í hópnum.

Til hamingju með valið, Katrín Anna og Katrín Scheving og gangi ykkur vel !

Arna Katrín og Sigríður Agnes valdar í æfingahóp

Á dögunum voru tveir leikmenn úr 5.flokki kvenna valdir í æfingahóp Reykjavíkurúrvalsins í handbolta. Það eruð þær Arna Katrín Viggósdóttir og Sigríður Agnes Arnarsdóttir. Liðið mun æfa saman næstu daga og vikur til undirbúnings fyrir hina árlega höfuðborgarleika sem haldnir eru að þessu sinni í Osló í Noregi 29. maí – 4.júní næstkomandi.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið og vonum að þær verði í lokahópnum sem fer til Noregs í lok maí.

Myndir: Eyjólfur Garðarsson

Eyrún, Rebekka, Sara og Aufí valdar í Hæfileikamótun KSÍ

Gróttustúlkurnar Eyrún Þórhallsdóttir, Rebekka Sif Brynjarsdóttir, Sara Björk Arnarsdóttir og Arnfríður Auður Arnarsdóttir voru valdar til að taka þátt í Hæfileikamótun N1 og KSÍ þann 5. apríl í síðustu viku. Æfingin fór fram á Vivaldivellinum og voru 25 stúlkur frá Gróttu, KR, Val, Víking R. og Þrótti R. í hópnum sem æfði saman. Vel gert stelpur! 

Arnór, Fannar, Kári og Patrekur í Hæfileikamótun KSÍ

Gróttudrengirnir Arnór Alex Óskarsson, Fannar Hrafn Hjartarson, Kári Kristjánsson og Patrekur Ingi Þorsteinsson hafa verið valdir til að taka þátt í æfingu í Hæfileikamótun N1 og KSÍ á Suðvesturlandi. Tæplega þrjátíu leikmenn frá fimm félögum taka þátt í æfingunum. 

Æfingin fer fram í knatthúsi ÍR í Breiðholti mánudaginn 11.apríl 2022 undir stjórn Lúðvíks Gunnarssonar þjálfara í Hæfileikamótun. 

Gangi ykkur vel strákar! 

Sjö lið frá 6. flokki karla á Kjörísmót Hamars

6. flokkur karla skellti sér á Kjörísmót Hamars sem haldið var í Akraneshöllinni síðustu helgi. Grótta fór með 37 drengi í sjö liðum á mótið og spilaði hvert lið fjóra leiki. Um leið og drengirnir voru komnir í gírinn eftir langa mótspásu þá byrjaði sambaboltinn og spiluðu þeir flottan fótbolta og skoruðu helling af frábærum mörkum 🤩